Tuesday, December 6, 2011

Uppskrift dagsins; holl og bilað góð pizza :)

Binni fann þessa uppskrift á pressunni og hún er fáránlega góð. Miiiiklu betri helduren allt þetta Dominos rusl og svoleiðis :) 
Þessi pizza er matarmikil og dugar alveg fyrir 4, en það er alveg hægt að gera 1/2 uppskrift og hafa deigið þynnra :) 



Botn

2 bollar gróft spelt
1 bolli hveitikím
1 bolli AB mjólk
2 msk ólífuolía
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt


Allt sett í hrærivélarskál og hnoðað saman. Svo er deigið sett á borðplötu og handhnoðað þangað til það er orðið svolítið stíft. Ef deigið er of blautt skaltu bæta spelti saman við.
Deigið ætti að duga í tæplega eina stóra ofnskúffu. (passið að hafa deigið ekki of þykkt)


Pizzusósa
3 tómatar
16 sólþurrkaðir tómatar og smá olía með úr krukkunni
½ paprika, niðurskorin
2 hvítlauksrif, niðurskorin
1 sellerístöngull, niðurskorinn
1 msk sítrónuolía
Salt og pipar eftir smekk


Allt sett í blandara og mixað vel saman. Það er betra að skera selleríið, hvítlaukinn og paprikuna  niður áður en þær fara í blandara svo þær maukist sem best.


það sem við setjum á pizzuna;
Klettasalat - ómissandi!!
2 kúlur mossarella ostur, skornir í tvennt og svo í þunnar sneiðar
4 sveppir, skornir í þunnar sneiðar
½ paprika, skorin í þunnar sneiðar
2 Kjúklingabringur (skornar í strimla, steiktar á pönnu , salt og pipar)
1/2 rauðlaukur
Konfekttómatar (má sleppa)


Setjið pizzusósuna á deigið og það álegg sem þið viljið  og raðið síðan mozarella sneiðum (ferskur mozarella í kúlum) ofan á.
Setjið í ofn (180°c) og bakið í 15-20 mín (eða þangað til að þið finnið að pizzan er tilbúin.

svo mæli ég sterklega með að búa til góða jógúrtsósu og setja ofan á pizzuna þegar hún er tilbúin, það er geðveikt!
Ef ykkur vantar hugmynd fyrir jógúrtsósu þá er hér ein sem ég geri stundum; 

1 dós grísk jógúrt
2 hvítlauksgeirar (pressaðir)
Smá safi af lime
1-2 msk af Agave hunangi
saxað ferskt timjan (eða steinselja, oregano eða hvaða kryddjurt sem ykkur finnst góð)


Þar hafiði laugardagsmáltíðina, allt gert frá grunni og vil benda á, 
ef þið eruð eitthvað löt, þetta er allt mjöög fljótlegt að gera og vel þess virði eftirá :)

Verði ykkur að góðu ;)




2 comments:

  1. I got too much interesting stuff on your blog. I guess I am not the only one having all the enjoyment here! Keep up the good work. best pizza in tempe az

    ReplyDelete