Tuesday, January 24, 2012

Hvatning og skipulag.

Ég ætla að setja smá blogg um lífstílsbreytinguna.

Eftir jólafríið og utanlandsferðina líður mér pínu eins og ég sé að byrja upp á nýtt. Við erum bæði búin að eiga smá erfitt með að halda okkur við mataræðið og misstum okkur aðeins um helgina.
En núna er ekkert nema harkan og nú skal ég komast á skrið eftir jólafríið og sukkferðina!

Þetta snýst allt um skipulag. Ég skipulegg alla matartíma í kringum skóla ásamt hreyfingu.
Ég náði að minnka götin á stundartöflunni minni og er þar að leiðandi ekki í skólanum fyrr en kl 10 alla daga nema þriðjudaga, en þá er ég kl 11.25.
En fyrst Binni er á morgunvakt er ég búin að vakna með honum kl 7 í dag og í gær og taka góða æfingu áður en ég þarf að mæta í skólann. Ég vil ekki keyra mig of mikið út þannig að ég ákvað í byrjun vikunnar að ég myndi taka æfingar 3-4x í þessari viku, mánudag, þriðjudag, frí á miðvikudag, fimmtudag og föstudag ef ég hef orku í svo mikið. Geri mismikið eftir líkamlegu ástandi. Ég t.d gat verið endalaust að í gærmorgun enda hafði ég ekki hreyft mig síðan fyrir jól, en í dag finn ég fyrir æfingum gærdagsins og gat gert aðeins minna.
Svo er að sjálfsögðu lykilatriði að teygja mjög vel á eftir æfingar, annars yrði ég handónýt og gæti ekkert daginn eftir.

Svo skipulegg ég matartímana. Einsog kannski einhver veit, sem hefur gert þetta, þá er ótrúlega strembið að setja saman skipulagða matartíma með vinnu eða skóla. Ég borða alltaf á 3 tíma fresti og ef ekkert annað er í boði tek ég bara með mér ávöxt eða eitthvað í seinni tímana eftir hádegi. Ég fæ mér stundum á kvöldin en ekkert endilega, en það er algjör klisja að maður eigi ekki að borða eftir ákveðinn tíma á kvöldin.

Svo fyrir þá sem eru að byrja í einhverju svona, eða að hugsa um það er mjög mikilvægt að setja ekki of há markmið, annars er líklegra að þið sjáið aldrei fyrir endann á markmiðinu og þið haldið að þið munið aldrei ná því. Svo er mjög gott að verðlauna sig eftir t.d ákveðið mörg kíló eða annað sem er verið að reyna að takast á við, ákveðið háar einkunnir osfrv.

Ég setti fyrsta markmiðið mitt við 10 kg þótt ég vissi alveg að ég þyrfti að missa meira. En samt sem áður var ég himinlifandi að missa þessi 10 kg og þá bætti ég 5 kg við markmiðið. Svo náði ég því markmiði og bætti öðrum 5 kg við, sem ég hef reyndar ekki náð ennþá, er ennþá föst í 18 kg tapinu. Og eftir hvert einasta mark voru verðlaun við endann, þótt ég reyndar verðlaunaði mig bara með því að fá mér fínar neglur en ég á inni hjá mér nýtt tattoo, þegar ég á pening fyrir svoleiðis, því það áttu að vera verðlaunin fyrir að missa 15 kg.


Það er líka mjög mikilvægt að fá hvatningu, ég veit ekki hvort ég hefði getað þetta án Binna og peppinu sem ég fæ frá honum, en hef fengið mikla hvatningu frá vinum og ættingjum og það gerir ótrúlega mikið fyrir mann!

Ég fann þennann líka frábæra pistil áðan sem er mikið til í og gott að lesa - sama hvort maður er að reyna að grennast eða ná öðrum markmiðum, þá eru mjög góðir punktar þarna, fannst mér :)

http://sportelitan.is/read/2012/01/24/motivate-yourself-

En ég er hætt þarsem þetta er orðið kannski of langt hjá mér.
alltílagibæ.

Tuesday, January 17, 2012

Aftur í rútínu!

Við fórum til Manchester núna 13-16 jan sem var alveg rugl gaman. 
Í stuttu máli;
Versluðum helling í bestu búð í heimi; Primark, drukkum helling af kokteilum, duttum í það (aðallega ég og Binni) og ég reyndi að kenna fullt af bretum íslensku, það gekk ekki vel.
Við fórum í stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu, trafford center sem er stærsta bygging sem ég hef séð á ævinni og með þeim flottustu líka. Við fórum í skoðunarferð um Old Trafford og auðvitað leik líka; Manchester United - Bolton sem fór 3-0 fyrir ManU og okkar maður, Scholes skoraði mark, sem var ekki leiðinlegt að verða vitni af.
Við sátum líka í 4 sætaröð frá vellinum OG í stúkunni við hliðiná varamannabekknum þannig að við sátum rétt hjá  Sir Alex Ferguson, Ryan Giggs, og öllum þeim sem fóru útaf. VEI! 
Fundum nánast svitalyktina af leikmönnunum á vellinum, það var töff.
Þarna sátum við :):)

Við lærðum allt um bómullarverksmiðjur í Manchester hjá málglöðum leigubílstjóra
Við fórum á Indverskann veitingstað og smökkuðum eld.
OG SVO MARGT MARGT FLEIRA! 

Ég hef ekki verið mikill aðdáandi fótbolta en mitt álit á leiknum breyttist á laugardaginn. Djöfull var gaman!!
Svo kom talning á skjáinn á Old Trafford og það voru ekki nema 75,444 manns á leiknum, þegar leikurinn kláraðist hrúguðust nánast allir fyrir framan Old Trafford og ég hef sjaldan séð jafn mikla hrúgu af fólki (Mér finnst gama að hugsa um þetta einsog 75 og hálfur blönduós :O)

En núna eftir jólin og þessa svakalegu drykkjar- og sukkferð er roosalega erfitt að koma sér í rútínu aftur
Ekkert nema hollusta núna eftir þetta allt saman, en ég get ekki sagt að mér gangi neitt vel með það. Það var kannski ekki úthugsað að kaupa nammi á flugvellinum hahaha.

En maður þarf bara nokkra daga af ákveðni og þá ferð löngunin smátt og smátt :)
Hjálpar ekki að vera að læra þvílíkt mikið til að ná hinum eftir þessa frídaga!

ANYWAYS.
Langaði bara að segja frá einni af bestu helgum lífs míns :)

bææææææææææææææææ.

Friday, January 6, 2012

Fitublogg ! !

Ég er ekki búin að gera feitabollublogg svo lengi þannig að ég ætla að henda einu inn.
Það er furðulegt hvað ég gerði mér enga grein fyrir því hvað ég var orðin feit, ekki einusinni núna, eftir að hafa misst 18 kg (samt 17 kg eftir jólin)!
Suma daga finnst mér ekki vera neinn munur á mér, aðra daga sé ég mun. Svo sá ég mynd sem Elsa Margrét tók í júní og mér brá heldur betur. Þegar ég sé svona myndir fatta ég hvað ég var orðin feit. Ég gerði samanburð á þessari mynd og nýrri mynd:
Fyrri myndin er ss tekin í júní og hin núna um áramótin

Já, það er smá munur á mér en ég vildi að ég færi að taka eftir því sjálf. En ég á samt amk 5 kg eftir :)

En þetta blogg er stutt og laggott, smá fitublogg - ákvað að setja þetta hérna en ekki FB því það hafa örugglega ekkert allir áhuga á að lesa þetta :)

og já VIKA Í ENGLAND !!
hef sjaldan verið jafn spennt fyrir utanlandsferð!!
okeibæ! :)

Tuesday, January 3, 2012

Gleðilegt nýtt ár

Jæja börnin góð, gleðilegt nýtt ár.

Áramótin voru haldin hátíðleg í kjarrhólmanum, Binni eyddi deginum í eldhúsinu að preppa humarinn, með tölvuna uppi á eldavél að horfa á fótboltaleik. Hver segir svo að karlmenn geti ekki gert tvo hluti í einu?

Hann eldaði handa okkur geðveika máltíð, toppar sig endalaust, kokkurinn sem hann er. Hann steikti humar uppúr hvítlauks-smjörgumsi, og setti ofan á snittubrauð ásamt pestó. Svo var auðvitað eldað innbakað lambakjöt því ungfrú ég vil alltaf svoleiðis á áramótunum eins og heima, sem var svona líka stórkoslega gott.

Eftir mat kíktu Sara og Andri, Svandís og Rabbi og Guðdís í heimsókn, við spiluðum og tókum á móti nýja árinu með freyðivín í hönd.
Þegar ég var komin á annað glas, eða kannski fjórða fékk ég hinsvegar þá flugu í höfuðið að fara á skrallið, og förinni var heitið niðrí bæ.
Stoppuðum stutt í smá teiti en svo héldum við stelpurnar á oliver þar sem kvöldið tók óvænta beygju, þar sem "Guðdís rak kinnina óvart í armbandið hjá stelpu" og ég fékk höggin í smettið og endaði liggjandi í jörðinni þar sem tosað var í hárið á mér á meðan önnur sparkaði. Svo þegar ég hélt að við værum loksins laus við hana kom hún aftur og gaf mér gott hnefahögg í smettið.

Ég er rosalega hneyksluð á því að dyraverðirnir þarna gerðu ekkert nema jú, að reyna að stoppa Binna þegar hann hoppaði yfir grindverkið að reyna að ná stelpunum af mér. Lögreglan endaði svo á að koma og fjarlægja þessa ágætu dömu.

Fyrir utan bólgið andlit og einn eða 10 marbletti hlæjum við nú að þessu eftirá enda snaróð pía sem hefur furðulegar hugmyndir um það hvernig á að skemmta sér á áramótunum.
Við getum allavega sagt að þetta var eftirminnilegt djamm, og þetta var alveg ógeðslega skemmtilegt kvöld, en ég ætla ekki aftur niðrí bæ á næstunni. Bjakk!

Svo til að halda skemmtuninni áfram fékk ég niðurstöðurnar úr segulómskoðuninni í dag, því miður er engin almennileg útskýring fyrir bakverkjunum, er þó ekki með brjósklos, en er hins vegar með litla hryggskekkju!
Planið fyrir næstu daga er að reyna að fara að synda verkina frá mér því það virðist vera það eina sem fer ekki illa í bakið á mér og er líka svooo góð hreyfing fyrir skrokkinn :)

Núna er smá harka næstu 1 og hálfa vikuna í hreyfingu og ofur mataræði því svo tekur England við, ætli maður verði ekki að fá sér klassískann enskann morgunmat og taka þetta með stæl. Get ekki beðið eftir að fara út með mínum yndislegu mágkonum og tengdamóður og auðvitað Binna! :D

En ég skal ekki hafa þetta lengra í dag, nennir örugglega enginn að lesa þetta, svo langt og leiðinlegt!