Thursday, December 15, 2011

Einkunnardagurinn mikli

Er að upplifa svolítið nýtt þessa dagana. Ég er búin að bíða og bíða hræðilega spennt eftir einkunnum. Fyrir þá sem þekkja mig - eða vita hvernig ég var þegar ég var á króknum í skólanum, vita að mér hefur alltaf verið skííítsama. Í hreinskilni sagt hef ég ekki hugmynd hvað ég var að gera í skóla yfir höfuð fyrir 2 árum. Ég mætti varla, skilaði engri heimavinnu og var bara alveg sama. Þegar það kom að lokaprófum lærði ég í mesta lagi í nokkra klukkutíma, og þegar ég segi lærði þá meina ég opnaði skólabækurnar en horfði á sjónvarpið, eða lærði ekkert yfir höfuð, datt í það frekar. Mér var alveg sama um lokaeinkunnirnar, ég var ekki að fara að ná mörgu hvort eð er, og mér var, einsog ég hef sagt áður, alveg sama!

Síðan ég kláraði síðasta prófið á mánudaginn hef ég ekki tölu á því hversu oft ég er búin að kíkja á innuna, en það var margoft á dag - þótt ég vissi að einkunnirnar kæmu ekkert fyrr en í dag.
Loksins datt þetta inn - korteri eftir að ég kíkti síðast á innuna -náði öllu og fékk fjórar áttur, og eina níu! Þetta gladdi mitt litla hjarta - og ég auðvitað er ég stolt af sjálfri mér en ég vil líka þakka betri helmingnum fyrir þetta, hann er búinn að styðja svo mikið við bakið á mér, vaknar með mér á morgnana þegar ég er að fara í skólann þótt hann þurfi þess ekki sjálfur og margt annað :)

Mér er sama um einkunnirnar mínar, ég hef gaman að skólanum og mér hlakkar til að byrja næstu önn af fullu afli!

En að öðru - þið voruð svo voðalega spennt fyrir uppskriftum og ég ætla að koma með smááá

Ef einhver hefur prufað pizzuna sem ég setti inn seinast hafiði kannski uppgötvað að sósan er himnesk - og er góð með ÖLLU !

Það er hægt að nota hana á samlokur , í kjúklinga og fiskrétti og örugglega margt annað!
Ég mæli sérstaklega með því að henda hrísgrjónum og grænmeti sem ykkur finnst gott, pizzusósunni, nokkrum flökum af fisk og smá mozarella yfir og inn í ofn - ruglað gott!

Það er líka ógeðslega gott að setja kjúlla í staðinn fyrir fisk en fiskurinn er samt betri

ef þið gleymduð upppskriftinni að sósunni þá er hún hér; 

3 tómatar
16 sólþurrkaðir tómatar og smá olía með úr krukkunni
1/2 paprika
2 hvítlauksrif - niðurskorin 
1 sellerístöngull - niðurskorinn
1 msk olía - ólívuolía eða sítrónu
salt og pipar eftir smekk


Hættulega gott :)

No comments:

Post a Comment