Friday, February 10, 2012

bloggíblogg

Ætli það sé ekki kominn tími á nokkur orð frá mér. Þessi vika er búin að vera alveg ótrúlega léleg. Er búin að liggja í flensuskít síðan á mánudaginn og í öllum aumingjaskapnum þráði ég ekkert heitar en óhollustu, og lét það eftir mér. Sem var augljóslega ekki góð hugmynd og núna er detox hjá okkur hjónakornunum. 
Það hefur verið meira en að segja það að komast á rétta braut eftir jól og utanlandsferð, og gengur í bylgjum. En núna erum við ákveðnari en nokkurntíman og hvetjum hvort annað áfram. Nú verður ekkert sukk, nema í mesta lagi jarðaber dýfð í suðusúkkulaði á laugardögum, og ekki er það verra en hinn skíturinn.

Það virðist ekki vekja löngun í frekari óhollustu og vekur ekki matarfíkilinn heldur!


Það hafa margir sagt við mig, kommon fáðu þér eitt súkkulaði, kommon, fáðu þér kökusneið!
En það er einmitt málið, ég verð að vera svona rosalega ströng við sjálfa mig, ef ég leyfi mér smá, þá missi ég tökin. Binni orðaði þetta mikið betur á sínu bloggi enda miklu betri penni en ég!

En kvöldmatur vikunnar: 

Kjúklingur, grænmeti og peanut satay sósa
okei ekki mjög girnilegt á myndinni en SVO GOTT samt!
Er núna að reyna að finna góða uppskrift af þessari sósu því ég er að svindla og borða hana tilbúna og krukku og krukkusósur innihalda maís, því miður!