Thursday, November 27, 2014

Í kjólinn fyrir jólin?


Megrun, kúr, átak, eða nýr lífsstíll?
Alltaf þegar við höfum "tekið okkur á" hefur það alltaf endað sem nokkurra vikna eða mánaða átak, svo koma jól, eða einhver önnur "góð" afsökun til að missa sig í sukki og rugli og við erum því miður það miklir fíklar, að við náum oftar en ekki að hætta. Þannig að oft endar þetta í sama fari.

 Mér þykir hálfvandræðalegt að vera að setja á facebook í 3-4 skiptið "búin að missa x mörg kíló", og svo nokkrum mánuðum seinna er allt orðið eins.

Það sem mér finnst maður oft brenna sig á er að einblína of fast á einhvern einn ákveðinn dag, eða tíma. "Ég ætla að vera svona dugleg þangað til um jólin" eða" ég ætla að taka mig á um áramótin svo ég verði orðin fín fyrir sumarið". Fyrir mig hefur þetta mögulega (þó ég viti það kannski ekkert fyrir víst) verið það sem skemmir svolítið.. Maður einblínir bara á að borða svona og hinseginn "þangað til" ..

Í þetta skiptið erum við, finnst mér, loksins búin að finna okkur lífsstíl sem virkar. Við erum ekki að hugsa um jólin sem einhverja góða afsökun til að missa okkur aftur, heldur ætlum við bara frekar að gera heimagert, sykurlaust nammi, en svo er líka allt í lagi að fá sér smá smakk, en það þarf þá líka að vera BARA smá! Við erum hætt að missa vitið yfir því ef við stelumst í einn súkkulaðibita, það þýðir bara ekkert að fá stanslaust samviskubit yfir því, heldur bara leyfa sér þetta bara og halda svo áfram á sömu braut. Og það er að virka. Við hugsum ekki lengur endalaust um það að eitthvað sé "bannað" eða neitt, það er ekkert bannað.. ef okkur langar í það þá fáum við okkur bara.. og viti menn, heimurinn endar ekki!

En svo pössum við okkur líka, að þegar við erum að fara eitthvað, í ferðalög og svoleiðis, að vera vel undirbúin, annað hvort með því að taka nesti eða að vita hvert við getum farið til að borða eitthvað sem hentar okkar mataræði.

Þannig að loksins er ég komin með lífsstíl sem ég get hugsað mér að lifa á alltaf. Með það fyrir stafni að líða vel!

Síðasta vigtun var þvílíkt ergjandi, vantaði bara 400 gr til að komast í -10kg og svo missti ég ekki eitt einasta gramm.. samt missti ég nokkra cm af öllum líkamspörtum en það dugði ekki til að gleðja mig, ég varð ógeðslega ómöguleg og þunglynd yfir daginn, bitur yfir því að hafa ekkert misst en samt verið svona dugleg.. sem er ótrúlega heimskulegt, því, eins og ég sagði þá missti ég nokkra cm af öllum stöðum sem við mælum, t.d heila 11,5 cm af maganum! Þannig að ég reif mig auðvitað upp úr þessari vitleysu, og hélt áfram á sömu braut!

Svo vigtuðum við okkur í morgun, degi fyrr en venjulega því við erum að fara til Reykjavíkur í kvöld, og ég missti 1,6 kg í vikunni og er því búin að missa tæp 11 kíló eða 10,8 kg!  Sem ég er auðvitað himinlifandi með!

EN þegar uppi er staðið snýst þetta ekki bara um þyngdartap, heldur að láta sér líða vel, og geta horft yfir vikuna og mánuðinn og sagt ég gerði allt sem ég gat gert og ég er stolt af sjálfri mér! :)

Góða helgi gott fólk! :)

Wednesday, November 19, 2014

"Hvað fáiði ykkur eiginlega á laugardögum?"

"Hvað fáið þið ykkur á nammidögum, um helgar, á laugardögum?"
Ég fæ þessa spurningu rosalega oft. Í fyrsta lagi er alls ekkert heilagt að maður "verði" að fá sér eitthvað. En stundum langar manni að gera vel við sig eftir harða viku og við reynum að gera okkur mjög góðar máltíðir, t.d lambabóg/læri, gerðum steikarsamloku um daginn, mínus hveiti, og fleira. Ef maður er nógu ákveðinn í að halda sig við þennan lífsstíl er þetta ekkert mál, maður þarf bara að vera duglegur að finna uppskriftir og nota hugmyndaflugið.

Við fáum okkur popp flestar helgar. Heimapoppað, lágmarksolía og ekki of mikið salt. Okkur finnst popp rosalega gott þannig að það dugir okkur alveg. Svo splæsum við stundum í sykurlaust súkkulaði sem fæst í Nettó, og líka Hlíðarkaup sem heitir Balance og er svakalega gott, fæst bæði hreint, dökkt og ljóst, með hnetum og berjum og allskonar. Okkur finnst líka allt í lagi að fá okkur smá suðusúkkulaði, gerum það stundum.

Þegar ég nenni tek ég mig líka til og græja einhverja góða eftirrétti.
Seinustu helgi ákvað ég að prufa að gera sjeik. Fann mér uppskrift af sykurlausum ís sem er mjög góður:

Súkkulaðisjeik
Dugar í 2 stór glös

2 egg
1 eggjarauða
250 ml rjómi
40 g sukrin melis
tsk vanilludropar
15 dropar vanillustevía

Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar. Í annari skál er þeytt saman; egg, vanilludropa, sukrin melis og stevía. Þetta er fryst og það er gott að hræra í ísnum á meðan hann er að frosna

Þegar ísinn er reddý bræddi ég 1 plötu af suðusúkkulaði og lét kólna, en ekki þannig að það harðnaði

Svo set ég allann ísinn í skál, mjólk og brædda suðursúkkulaðið og blanda saman með töfrasprota. Ath að það þarf að taka ísinn út tímanlega því hann verður svo harður.
Svo skreytti ég með smá súkkulaði ofan á og voila.


 Sjúklega góður sjeik með mjög takmörkuðu sykurmagni. Í einni plötu af suðusúkkulaði eru ca 50 gr af sykri, þannig að ef þessu er skipt í 2 er ca 25 gr af sykri í 1 glasi. Mér finnst það alveg vera innan leyfilegra marka :)

Friday, November 14, 2014

Gulrótin!

Mér finnst mjög mikilvægt að hafa gulrót. Eitthvað til að halda í.
Þegar maður kemst yfir ákveðin þröskuld er gott að verðlauna sig. Í okkar tilfelli er það yfirleitt nýtt tattoo! Við elskum tattoo :) !!
Binni er náttúrulega ofurmaður í þessu öllusaman og er sko svo sannarlega búinn að vinna sér inn eitt tattoo, búin að missa rúm 17 kíló!!
Við förum á morgun á akureyri og hann splæsir sér í eitt tattoo þar. Ég ákvað að verðlauna mig líka, þegar ég kemst yfir 10 kílóa þröskuldinn og fer í tattoo eftir 2 vikur! Er búin að missa rétt tæp 10 kíló, þannig að ég verð væntanlega komin eitthvað yfir það á næstu 2 vikum :)

Er gersamlega að drepast úr tilhlökkun, verð sennilega spenntari fyrir nýju flúri heldur en utanlandsferð! Þótt fjölskyldan deili ekki alveg sama spenningi fyrir þessu ;)

Allavega þá er vigtun dagsins sjúklega flott, búin að missa 9,6 kíló og vantar bara aðeins upp á 10 kílóin. Var að vonast til þess að komast yfir 10 kíló eftir dugnað vikunnar en það er þá bara í næstu vigtun! :)


xoxo

Tuesday, November 11, 2014

Mælingar


Fyrstu mistök sem ég geri þegar ég er að taka mig á, eru sennilega að ætlast til þess að hlutirnir gerist hratt. Ég er minn versti óvinur og enginn er betri en ég sjálf í að rífa mig niður.
Á föstudögum er vigtun. Annan hvern föstudag er mæling. Alla fimmtudaga er ég með hnút í maganum með endalausar spurningar og pælingar í kollinum. Gerði ég nóg? Hefði ég átt að vera lengur í ræktinni? Hefði ég átt að sleppa að borða þetta og hitt?

Síðustu 2 mánuðir, rúmlega hafa gengið fáránlega vel. Við erum bæði ákveðin og njótum þess að líða betur. Svo kom bakslagið síðasta föstudag. Mér fannst ég ekki hafa lést nógu mikið, of lítið farið af maganum og dagurinn var bara ónýtur. Ég hafði mig í ræktina þótt mig langaði bara undir sæng að sofa.
En þegar ég horfi til baka veit ég að ég gerði mitt besta. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ég geri meira en það. Ég borða rétt, hreyfi mig akkúrat eins mikið og skrokkurinn þolir og er loksins komin með hið fullkomna jafnvægi þegar kemur að hreyfingu og mataræði.

Aðalatriðið er líka að markmiðið var ekkert bara að léttast. Heldur bara að líða betur!

Svo þegar ég fór yfir tölur föstudagsins voru þær alls ekkert slæmar:

 Læri -6 c
Rass -7,5 cm
Magi 9,5 cm
Brjóst 14 cm!! sem er svolítið skemmtilegt því skálarstærðin er enn sú sama, þannig að þetta er bara ummálið sem hefur minnkað :)

Alls hef ég misst tæp 9 kíló!

Ég ætla bara að hætta að væla yfir því hvað hefði átt að fara og hvaða tölu ég sá á vigtinni, því þetta er ennþá allt mínustölur og ég get ekki annað en verið stolt af því! :)