Tuesday, October 28, 2014

Fun facts

Tók nokkrar skemmtilegar staðreyndir saman um þyngartap. Tek það fram að þetta er allt fundið á internetinu.. þannig að þetta hlýtur að vera satt!



*  Ef þú stillir hitastigið í húsinu þínu aðeins kaldara en það sem þér þykir þægilegt, þarf líkaminn að    vinna meira til að halda á sér hita, og brennur fleiri kaloríum í leiðinni. Sama gildir um kaldari            sturtu!

*  Hristiru lappirnar á þér þegar þú situr? Það brennir nokkrum auka kaloríum

*  Það segir sig sjálft að það er alltaf góð brennsla að taka stigann í stað lyftunnar. En ef þú tekur 2         þrep í einu þá brenniru meira við það

*  Ef þú sendir stanslaust sms eða ert stanslaust að hamast á tökkunum á símanum í klukkutíma,             brenniru 132 kaloríum. Góðar fréttir fyrir símaóða ;)

*  Ef þú borðar standandi, brennuru meira á meðan þú borðar

*  Að hlægja stanslaust í 15 mínútur brennur 50 kaloríum

*  Ef þú eyðir 30 mínútum í að endurraða húsgögnum brennuru 266 kaloríum. Góðar fréttir fyrir Binna, sem endurraðar öllu helst á nokkurra vikna fresti ;)

*  Kryddaður matur getur aukið brennslu

*  Því lengri tíma sem þú eyðir í að tyggja hvern munnbita því meira brenniru í leiðinni


VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)



Sunday, October 26, 2014

Lauflétt og holl pizza

Ég get ekki hætt að tala um hvað ég elska bókina sem pabbi gaf okkur í jólagjöf í fyrra, brauð og eftirréttabók Kristu, glútein, ger og sykurlausar uppskriftir af allskonar gómsæti sem er bara alls ekki verra en hitt.

Er búin að prufa nokkrar brauðuppskriftir en hef ekki fundið ennþá beint brauð sem mér líkar. Hinsvegar, eins og ég hef sagt áður, bakaði ég flatkökur um daginn sem ég bara ELSKA. Er farin að nota það í allt mögulegt.

Mér finnst oft vera mikill galli með svona uppskriftir að maður verður að kaupa fjöldan allann af dýrum innihaldsefnum, husk og sukrin og hvaðeina, og svo þarf maður kannski ekki nema smá af hverju í hverja uppskrift. Þess vegna er þessi uppskrift svo frábær, því það eru örfá innihaldsefni og kostar mann ekki hálfann handlegg að gera, sérstaklega á meðan maður er að prófa sig áfram!Að þessu sinni prufuðum við að gera pizzu úr þessu, með smá mexíkósku ívafi. YÖMMTASTIC!

Pizza:
4 egg
3/4 dl husk trefjar
125 gr rjómaostur
1/2 tsk salt

Ég mauka þetta saman með töfrasprota og svo bætti ég við sólkjarnafræjum og hörfræjum.
ATH að hafa botninn vel þunnan, svo hann sé ekki blautur í miðjunni.

Ofninn er forbakaður við 160°c í 15 mínútur

Það sem við settum á pizzuna var:
Pizzusósa hrærð saman við smá salsa sósu
Kjúklingur steiktur upp úr salti og góðu paprikukryddi
Maísbaunir
Rauðlaukur

Svo var þessu hent í ofninn í 15 mínútur



Svakalega einfalt, létt í maga og rosalega gott!



Tuesday, October 21, 2014

klikkaður spínatsmoothie

Spínat er svokalluð ofurfæða. Stútfullt af vítamínum, A vítamíni, C vítamíni og B6, ásamt fullt af steinefnum, magnesíum, járni og kalki og prótíni. Það er ekki TIL nógu góð ástæða til að éta ekki spínat. Ég naut þess í botn í sumar að vera komin með garð og geta ræktað nóg af spínati til að endast mér allt sumarið.

Ég var alltaf búin að ákveða að spínat væri algjör viðbjóður en prufaði það ekki einusinni. Um leið og ég gerði mér búst fattaði ég að þetta er algjör snilld. Alltaf hægt að bæta nokkrum blöðum á salatið, í matreiðsluna og auðvitað smoothie!

Ég var að gera þennan áðan og hann er snilld, sló sjálfri mér alveg við með honum!




ca 1/2 - 1 bolli mangó
1/2 banani
nokkur vínber (ég kaupi fersk og á alltaf í frysti)
ca 1 lúka spínat
slatti af trönuberjasafa, erftt að fá sykurlausann, mæli með þessum á myndinni :)

og svo öllu hent saman í blanda eða hakkað með töfrasprota
Ekki láta litinn á þessu blekkja, hann er fáránlega góður, mögulega besti
smoothie sem ég hef smakkað! :)

Bon appetít

xoxo

Saturday, October 18, 2014

Hveitilausir hamborgarar!


Þessa dagana reynum við að borða engann sykur og ekkert hveiti, aldrei. Sykurinn getur orðið helvíti strembinn að losna við. En auðvitað langar manni að leyfa sér eitthvað um helgar, smá sunnudagssteik eða eitthvað.

Að þessu sinni ákváðum við að gera okkur hamborgara.
Vildi henda inn einni uppskrift af góðu "brauði" sem hentar í ALLT, sama hvort það séu hamborgarar, samlokur eða vefju. Über gott!!


Brauð:
Dugar í 4 stykki

125 gr rjómaostur
4 egg
1/2 dl husk trefjar (ég set rúmlega 1/2)
salt

Svo set ég aukalega smá dass af hörfræjum og sólkjarnafræjum!

Öllu er hent saman í skál og hrært saman. Blandan er látin standa í 15 mínútur.

Svo er deiginu smurt á bökunarpappír. Passið að hafa blönduna ekki of þykka, sérstaklega ef það á að nota þetta í vefjur, þá þarf þetta að vera alveg öööörþunnt.

Hent í ofn við 160°c í 20-25 mín

Ég ætla ekkert að ljúga, þetta er ekki alveg eins og að fá sér sveittann börger, EN þetta er alveg nógu nálægt því að mínu mati.. svo bara steiktar kartöflur með og þá er komin fínasta máltíð.

XOXO

Monday, October 13, 2014

Sítrónuvatn


Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það virki að drekka reglulega sítrónuvatn. Ég hef heyrt marga tala um að þetta sé allra meina bót, þannig að ég ákvað að prufa þetta.
Sítrónan er meinholl, stútfull af C-vítamíni og mörgu öðru.. Ég tók saman lista yfir það hvað sítrónuvatn getur hjálpað með:


Meltingakerfið: sítrónuvatn hjálpar þér að koma meltingunni af stað.  Einnig getur glas með sítrónuvatni á morgnana minnkað brjóstsviða og magaþembu.


C-vítamín hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið og verja þig gegn kvefi

Rík af andoxunarefnum sem hjálpa þér að viðhalda fallegri húð

Hjálpar til með vatnslosun og er einstaklega góð fyrir fólk sem fær reglulega bjúg, ásamt því að hjálpa þér að hreinsa út eiturefnin úr líkamanum.

Basískur líkami: sumir vilja meina að með því að gera líkamann basískann, áttu auðveldara með að grennast.

Trefjar sem hjálpa til með að segja okkur að við séum orðin södd.
Hvernig væri að sleppa þessum megrunartöflum sem þenja út magann til þess að fá þessa "seðjunar" tilfinningu, og drekka sítrónuvatn í staðinn?

Sítróna inniheldur þar að auki fullt af vítamínum og steinefnum, eins og magnesíum, járni, kalki, B vítamíni og einna helst, C vítamíni.

Ég veit svosem ekki hvort allt á þessum lista sé dagsatt en það verður hver að sjá fyrir sig. Best er að hita vatn og hella út á sítrónurnar, ég læt það kólna þangað til það er volgt og henda svo í sig, á föstum maga. Ætli þetta sé ekki allra meina bót?


Sunday, October 12, 2014

Smooth-ís?

1. september síðastliðinn var alveg klárt mál, eftir fjögurra ára sveiflur í mataræði og þyngd var alveg klárt mál að við þurftum að byrja alveg upp á nýtt. Maður les stanslaust um þetta og hitt mataræði sem svínvirkar, LKL, 5+2, og svo framvegis, en staðreyndin er sú að ekkert eitt virkar fyrir alla. Það er mjög snúið að finna, hvað virkar fyrir mann, þegar maður er í stanslausu ströggli með þyngdina sína, eins og við hjónin erum í. 

Við byrjum á að taka út allt glútein (hveiti o.s.frv.) og sykur. Eitt og sér er þetta mjög gott fyrir okkur, ekki bara til þess að léttast, því í okkar huga er það ekkert endilega það mikilvægasta, þó það verði að fylgja með. Góð líðan er að sjálfsögðu í forgangi, og þar sem að ég er með vefjagigt og fleiri kvilla, þar sem mataræði spilar mjög stórt hlutverk í minni líðan þá var þetta mjög mikilvægt. Ég hafði oft lesið mig til um að sykur færi alveg svakalega illa í fólk í minni stöðu. Einnig glími ég við þunglyndi þar sem mataræði, hreyfing og svefn spilar stærsta hlutverki í minni líðan. Eftir að ég tók út sykur og hveiti, og að sjálfsögðu áfengi, hef ég náð dramatískum árangri í minni heilsu og líðan.
Þar að auki er ég búin að missa 5,6 kíló og 8,5 cm farnir af mittismálinu :) 



Smá mont :)


EN nóg um það! 
Á föstudaginn fór ég í "skvísuferð" með mömmu, Vilborgu ( systir mömmu) og Önnu Maríu, dóttir Vilborgar. Það er mjög fljótt að verða að rútínu að halda sér í réttu mataræði, búa til allt sjálfur og svoleiðis, en svona ferðir flækja málin. Þess vegna er svo rosalega mikilvægt að undirbúa sig vel. Hafa með sér nesti, hugsa fyrirfram hvar er hægt að borða án þess að svindla of mikið, þó það sé alveg í lagi að svindla smá, svo lengi sem maður missir sig ekki alveg. 
Ég ákvað á laugardeginum að leyfa mér að fá mér Smooth-ís, sem er semsagt nokkurnvegin smoothie, með ís samanvið. Þetta var vissulega mjög gott, EN Binni hefur verið að fikta við að búa til svona, með skyri og öðru í staðinn fyrir ís, og ég verð að viðurkenna að Binna útgáfa af þessu er MIKLU betri, að mínu mati. Sykur er ekkert nauðsynlegur í svona drykk, þar sem að ávextirnir sjá alveg um sætuna í þessu.

Hann notar:

Frosin Jarðaber
Frosin Mangó
Banana
Frosin bláber
Frosin Vínber (bara örfá)
Trönuberjasafi (SYKURLAUS!! sem er ekkert auðvelt að fá)
Vanillu skyr.is

Allt maukað saman, oft þarf að leyfa ávöxtunum og berjunum að þiðna smá, því ekki allir blandarar/töfrasprotar ráða við alveg gaddfreðna ávexti

Svo er þessu bara hent í skál eða glas og notið vel. Alveg hægt að borða þetta í staðinn fyrir ís, ferst og fáráánlega gott!!
Tek fram að Binni á alveg heiðurinn af þessu! ;)

Ást og kossar

Jóhanna! :)