Monday, April 7, 2014

Oslóstuð


Það er aldeilis í nógu að snúast þessa dagana, á föstudaginn lágum við í pottinum eftir ræktina og töluðum um hvað það væri leiðinlegt að bíða eftir að flytja, og ákváðum bara að tékka hvort það væri ekki laust í eitthvað ódýrt flug daginn eftir, því við áttum 50þúsund króna gjafabréf hjá icelandair. Eina sem var laust og kostaði ekki allt of mikið, var til Osló, þannig að við slógum bara til!
Við fengum þetta glæsilega hótelherbergi sem kom skemmtilega á óvart því við bjuggumst við einhverju ógeði miðað við hvað við borguðum fyrir það.

Við þóttumst nú vita að verðin væru há þarna en okkur brá aldeilis, það var nánast ekkert undir 1000 krónum þarna. Til dæmis ætluðum við að kaupa vatn en 1/2 líter af vatni kostaði í kringum þúsundkallinn og gos kostaði yfirleitt yfir 1000 kr. snakkpoki kostaði líka í kringum 1000 kr.

Þetta var alveg orðið ástand, því við vorum farin að eiga erfitt með að finna eitthvað að borða. Það kostaði meiraðsegja svona 3000 kr á mann að borða á McDonalds.
Við enduðum ferðina á máltíð á flugvellinum á sportbar, ég fékk mér hamborgara og franskar, Binni fékk sér club samloku og franskar, gos og laukhringi, heila 3 á mann og þetta kostaði 10 þúsund!!


Annars var þetta alveg rosalega góð ferð í alla staði og gott frí, sérstaklega því ég fékk að halda á slöngu og ég elska slöngur. Nú eru bara 2 dagar sem við höfum til að klára að pakka og svo flytjum við í fjörðinn fagra á fimmtudaginn og svo förum við til London eftir 25 daga.
Needless to say þá erum við orðin svolítið mikið spennt fyrir þessum nýju tímum! :)




Tuesday, April 1, 2014

Flutningar og "hollt" túnfisksalat

Í fyrsta lagi ætla ég að byrja á að segja takk fyrir mig !! Viðbrögðin sem ég fékk fyrir síðasta blogg um baráttuna mína við þunglyndi voru æðisleg, c.a 400 manns skoðuðu síðuna eftir að ég setti þetta inn og ég hef fengið frábærar kveðjur frá ótrúlegasta fólki.  Takk fyrir stuðninginn! :)

Það verður verður ansi erfitt að toppa þetta.
Annars eru 9 dagar í flutningar og við erum á fullu að pakka niður og þrífa og skipuleggja, ótrúlega spennandi tímar framundan. Síðustu ca 2 ár hefur okkur leiðst alveg rosalega að búa í höfuðborginni og dreymt um að flytja, og loksins er það að gerast! :)


Mér langaði svo að deila með ykkur þetta hrikalega túnfisksalat sem ég var að gera mér. Ég er alltaf að reyna að borða hollt og þar að auki er ég rosalega magaveik og þoli illa t.d Majónes, þannig að ég ákvað að gefa þessu séns. Ég hef alltaf fussað yfir kotasælu en hún verður að engu í þessu og þetta er algjört dúndur!

"Hollt" túnfisksalat
1 lítil dolla kotasæla
1/2-1 dolla 5% sýrður rjómi (fer eftir því hvað það er sett mikið af gumsi í salatið) 
1 dós túnfiskur
2 egg
1/2-1 laukur eftir smekk
Smá gúrka og paprika, eftir smekk, má samt alveg sleppa
Aromat eða salt og pipar


Verði ykkur að góðu! :)