Tuesday, March 27, 2012

Reykingaleysi og metnaður!

Ég hugsa að það sé kominn tími á að láta heyra í mér, eftir rúmlega mánaða fjarveru frá bloggheiminum.
Lífið gengur bæði upp og niður, eins og gengur og gerist, mataræðið gengur misvel, sumar vikur eru alveg frábærar, aðrar eru bara ömurlegar.

Núna eru 8 dagar síðan við hjónin lögðum sígarettuna á hilluna. Ég hálf vorkenni þeim sem þurftu að umgangast mig í síðustu viku, því ég hef sjaldan verið jafn þurr á manninn, brosti varla og fannst ekkert fyndið, ég vildi bara sofa daginn frá mér! En núna er ég komin í gírinn, löngunin í nikótínið horfin, þó rútínan og venjan sé alltaf jafn erfið að losa sig við, hugsanlega miklu erfiðari heldur en fíknin sjálf.

Undanfarnar vikur, og mánuði hef ég leyft mér að liggja í vorkunn og finna til í líkamanum og notaði það sem afsökun til að fara ekki út að hreyfa mig. Þó að mataræðið sé rosalega stór partur í þessu, verður maður að hreyfa sig líka. Og svo núna í morgun þegar ég ákvað loksins að taka daginn snemma og fara að labba þá þurftum við að stytta göngutúrinn um helming því ég fór strax að finna til í skrokknum. Augljóslega er ég rosalega vonsvikin við sjálfa mig að hafa leyft þessu að gerast, og þurfa nánast að byrja á byrjun, að liðka mig til.
En það skal gerast og nú verður labbað og rífa í járnin!! Ekkert nema harka á næstunni!

Svo styttist í páskafrí og þá verður brunað norður í faðm fjölskyldunnar, notalegheit í 10 daga og svo lokaprófsharkan. Tíminn líður svo fáránlega hratt, ég get svarið það að jólin voru í gær.

Árshátíð Reiknistofu Bankanna 2011

og árshátíð Reiknistofu Bankanna,  2012