Monday, September 10, 2012

Mangó-karrý réttur

Eftir nokkra mánaða fjarveru langaði mig að henda inn einni góðri uppskrift.

Ég var orðin orðin svolítið þreytt á sama mataræðinu, sem er náttúrulega því ég nenni aldrei að prufa neitt nýtt, en ég ákvað að breyta til í kvöld og henda einhverju í pott og vona að það kæmi eitthvað gott út úr því. Gerði svona óógeðslega góðan kjúklingarétt.

Mangó-karrý réttur


1 dós Kókosmjólk
1-2 msk mango chutney
1 ½ msk tómatpúrra
Kjötsoð (1 teningur + 1 dl soðið vatn)
Salt og pipar
1-2 msk karrý
Hvítlaukur
1 kjúklingabringa
Grænmæti að eigin vali - ég set sveppi, papriku, og lauk - væri örugglega ekki verra að henda brokkolí líka í pottinn.

Þetta er allt látið malla á lágum hita í 10-15 mín, kjúklingurinn og grænmetið steikt á pönnu og allt hent saman í einn graut.

Borið fram með hrísgrjónum og svo er gott að setja teskeið af grískri jógúrt eða sýrðum rjóma með á diskinn.


Bon appetít !