Thursday, December 29, 2011

Árið 2011 í stuttu máli

Þetta ár hefur verið með þeim betri. Ætla taka saman það helsta og skemmtilegasta sem gerðist, gaman að rifja upp :)


Áramótum fagnað með þessum vitleysingum :)

Fyrri partur árs var alls ekki auðveldur þar sem ég varð atvinnulaus í lok ársins 2010 og fékk ekki bætur fyrr en í febrúar ef ég man rétt, þannig að árið byrjaði á peningaleysi og erfiðleikum, og það er alls ekki auðvelt að vera atvinnulaus í 9 mánuði en ég gerði gott úr því.


Fórum líka í eftirminnilega bústaðarferð í febrúar með vinunum sem var frekar gott fyllerí.


þessi mynd lýsir vel ástandinu á mönnum þessa helgina




24.Apríl trúlofuðum við Binni okkur


Í byrjun maí skelltum við okkur til svíþjóðar á tónleika með Roger Waters sem er ein besta upplifun lífs míns, að fá að sjá þann tónlistarmann eigin augum. Vorum í 4 daga í Svíþjóð og það var æði, fórum í tívolí, dýragarðinn, borðuðum góðann mat og margt fleira.



Helgina eftir að við komum frá Svíþjóð fórum við í voða rómó bústaðarferð en fórum á hárréttum tíma enda hófst eldgos í Grímsvötnum og við keyrðum frá öskufallinu á sunnudegi, en það elti okkur fljótt í borgina.


Ég nenni nú ekki að segja frá öllu sem við gerðum í sumar, það var mikið djammað og djúsað, á jónsmessu, lummudögum, húnavöku og auðvitað þjóðhátíð.
Sumarið endaði með bústaðarferð á hólmavík ásamt mömmu og vinkonum hennar, Tobbu og Helen. Binni kom auðvitað með líka.


Ég og Marlon að njóta okkar í sumarsólinni


Veturinn tók við og með hjálp vinnumálastofnunar fór ég í Fjölbraut í Breiðholti í myndlist og skemmti mér konunglega. Þegar ég byrjaði í skólanum hætti ég líka að drekka og er enn edrú eftir rúma 4 mánuði en stefni á að fá mér einn eða tvo mojito í áramótagleðinni. 
Ég skemmti mér konunglega í skólanum þessa önnina, tók hann með trompi með fjórar áttur og eina níu og held áfram í honum eftir áramót.


Svo kom auðvitað jólafrí, því átti að fagna með þeirri skyndiákvörðun að fara til Köben fyrsta daginn í jólafríinu hjá mér, ennnn einsog margir vita klúðraði Iceland Express því fyrir okkur, í staðinn bauð þessi líka yndislegi unnusti minn mér með honum, tengdamömmu og mágkonunum til Englands 13 janúar næstkomandi á ManU leik!! :)


Svo endum við árið auðvitað fjörtíuogeitthvað kílóum léttari samanlagt og höldum væntanlega áfram með heilbrigðan og hollann lífstíl árið 2011 :)


GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár krakkar mínir!!
Ekki fara ykkur að voða um áramótin :)

Tuesday, December 27, 2011

Jólaæði

Jæja.
Þá eru jólin búin og smá pása fram að gamlárs. Ég naut þess að fá mömmumat og jólasukkið en svo var haldið heim á leið í gærkvöldi, og í morgun tók hollustan við á ný. Ég hafði rosalegar áhyggjur af því að það yrði rosalega erfitt að leyfa sér svona mikið og fara yfir í hollustuna aftur, en það hefur ekkert freistað mín enn sem komið er, þótt það séu til 2 kg af Makkintossi inní skáp. Eins gott að fólk verði duglegt að koma í kaffi til okkar næstu daga og éta þetta, ekki ætlum við að gera það, nema kannski á gamlárs. Ég sá líka það versta fyrir sér sem er auðvitað kolvitlaust - ég steig á vigtina í morgun og jú, ég hafði bætt á mig örfáum grömmum sem tekur mig kannski viku að losna við.

Ég verð að viðurkenna að ég saknaði mataræðisins, mér var illt í maganum alla dagana - sama hvort ég var étandi allann daginn eða ekki, ég bara þoldi ekki breytinguna. Magabólgan verður líka meira og meira áberandi með kílóunum sem fara. Ég hef náttúrulega varla fengið magabólgu í 4 mánuði, skipti svo yfir í jólabrjálæðið og maginn fór í RUGL. Ég var með óléttubumbu í 4 daga, sem var mjög ergjandi (allavega þegar ég er ekki einusinni ólétt!), þegar maður er búinn að grennast og í fína kjólnum en svo stendur bumban bara út í loftið og lítið hægt að gera í því.
Þannig að ég er alveg sátt með kjúklingabringurnar mínar og létta matinn.

En að öðru..
Við fundum um daginn þessa tvo linka sem ég hafði amk mjög gaman að, mikill fróðleikur þegar kemur að hollustu, hreyfingu og almennu mataræði, vonandi hafið þið eins gaman að því og við :)
Það er gaman að fylgjast með neytendagreinunum á dv.is, það detta inn öðru hvoru góðar greinar.

http://www.dv.is/consumer/2011/11/18/mytur-um-mataraedi-og-heilsuraekt/

http://www.dv.is/consumer/2010/3/16/lattu-ekki-ljuga-ad-ther/

Svo segi ég bara takk fyrir árið sem er alveg að klárast og hafið þið það gott :)


JÓLAKVEÐJA ÚR KJARRHÓLMANUM!

Thursday, December 15, 2011

Einkunnardagurinn mikli

Er að upplifa svolítið nýtt þessa dagana. Ég er búin að bíða og bíða hræðilega spennt eftir einkunnum. Fyrir þá sem þekkja mig - eða vita hvernig ég var þegar ég var á króknum í skólanum, vita að mér hefur alltaf verið skííítsama. Í hreinskilni sagt hef ég ekki hugmynd hvað ég var að gera í skóla yfir höfuð fyrir 2 árum. Ég mætti varla, skilaði engri heimavinnu og var bara alveg sama. Þegar það kom að lokaprófum lærði ég í mesta lagi í nokkra klukkutíma, og þegar ég segi lærði þá meina ég opnaði skólabækurnar en horfði á sjónvarpið, eða lærði ekkert yfir höfuð, datt í það frekar. Mér var alveg sama um lokaeinkunnirnar, ég var ekki að fara að ná mörgu hvort eð er, og mér var, einsog ég hef sagt áður, alveg sama!

Síðan ég kláraði síðasta prófið á mánudaginn hef ég ekki tölu á því hversu oft ég er búin að kíkja á innuna, en það var margoft á dag - þótt ég vissi að einkunnirnar kæmu ekkert fyrr en í dag.
Loksins datt þetta inn - korteri eftir að ég kíkti síðast á innuna -náði öllu og fékk fjórar áttur, og eina níu! Þetta gladdi mitt litla hjarta - og ég auðvitað er ég stolt af sjálfri mér en ég vil líka þakka betri helmingnum fyrir þetta, hann er búinn að styðja svo mikið við bakið á mér, vaknar með mér á morgnana þegar ég er að fara í skólann þótt hann þurfi þess ekki sjálfur og margt annað :)

Mér er sama um einkunnirnar mínar, ég hef gaman að skólanum og mér hlakkar til að byrja næstu önn af fullu afli!

En að öðru - þið voruð svo voðalega spennt fyrir uppskriftum og ég ætla að koma með smááá

Ef einhver hefur prufað pizzuna sem ég setti inn seinast hafiði kannski uppgötvað að sósan er himnesk - og er góð með ÖLLU !

Það er hægt að nota hana á samlokur , í kjúklinga og fiskrétti og örugglega margt annað!
Ég mæli sérstaklega með því að henda hrísgrjónum og grænmeti sem ykkur finnst gott, pizzusósunni, nokkrum flökum af fisk og smá mozarella yfir og inn í ofn - ruglað gott!

Það er líka ógeðslega gott að setja kjúlla í staðinn fyrir fisk en fiskurinn er samt betri

ef þið gleymduð upppskriftinni að sósunni þá er hún hér; 

3 tómatar
16 sólþurrkaðir tómatar og smá olía með úr krukkunni
1/2 paprika
2 hvítlauksrif - niðurskorin 
1 sellerístöngull - niðurskorinn
1 msk olía - ólívuolía eða sítrónu
salt og pipar eftir smekk


Hættulega gott :)

Saturday, December 10, 2011

Heilræði ?

Eins og ég hef sagt áður er engin töfralausn bakvið það að grennast. En það eru leiðir, sem eru ekki flóknar, reglur sem maður setur manni, það er amk það sem mér finnst mikilvægt, er að fylgja "reglunum". 
Ég ætla að setja nokkra punkta, sem hafa allavega virkað fyrir mig og Binna 


Borða alltaf morgunmat (augljóst ráð, en alltof margir sleppa því og borða kannski ekki fyrren eftir marga klukkutíma eftir að þeir fara á fætur)


 Borða á 3 tíma fresti - líka á kvöldin, þessi eftir 8 regla er bara vitleysa, það skiptir engu máli hvað klukkan er, maður á að borða reglulega - upp í 5 máltíðir á dag (fer eftir því hvernig svefnhættir manns eru)


EKKI NARTA - ég veit að það er ógeðslega freistandi að narta yfir daginn en það er ekki gott! sama hvort þú sért að narta á súkkulaði eða ávöxtum, haltu þig við 3 klst regluna


 Reyndu að forðast sykur - auðvitað er sykur í mörgu - en við borðum helst engann sykur, en það þarf ekki að sleppa honum alfarið, bara eins lítið og hægt er af honum. Ég set sykur í kaffið mitt en skipti yfir í Canderel gervisykur og það er ekkert verra á bragðið, finnst mér


Prufaðu þig áfram - mér finnst fólk hugsa um svona lífstíl sem einhvern slæmann hlut, ég gerði það meiraðsega. En þetta snýst allt um að prufa sig áfram, farðu út í búð og keyptu matreiðslubók með hollum uppskriftum - notaðu google - þetta er ekki hræðilegt. Eftir nokkrar tilraunir situru uppi með ógeðslega góðar og hollar uppskriftir - það er líka ógeðslega gaman að prufa eitthvað nýtt


Forðastu feitar mjólkurvörur - ég borða bara fjörmjólk og AB mjólk. Ég þoli reyndar mjólk mjög illa þannig að ég get ekkert annað fengið mér - Binni borðar líka skyr.is (vanillu) og stundum íþróttasúrmjólk. Slepptu rjómanum, nýmjólkinni og feita ostinum. Ég veit hann er góður en hann er alltof feitur. Hann má vera spari.


Ekki vera of strangur við þig - ef þú pínir þig endalaust því þér langar svo í nammi eða eitthvað gotterí, fáðu þér þá á laugardögum, því ef þú pínir þig of lengi eru miklar líkur á að þú missir þig alveg í sukkinu og ferð jafnvel ekkert að borða hollt aftur.  Við höfum hingað til fengið okkur ávexti með suðusúkkulaði - jarðaber og suðusúkkulaði, hvað er betra en það?


Forðastu hveiti!! hveiti er límklessa í maganum á okkur. Hveiti er ógeðslegt. næst þegar þú færð þér brauð eða eitthvað úr hveiti, reyndu að fylgjast með maganum á þér, hvernig hann blæs út og hvað hann verður þungur.  Ef þú vilt endilega borða hveiti, borðaðu eitthvað eftir á - grænmeti eða ávexti því það hjálpar að vinna úr hveitiklessunni í maganum á þér (ég las þetta allavega einhverstaðar, en ég man ekki hvar)


Þetta hljómar kannski hræðilega erfitt eða leiðinlegt en þetta er það alls ekki, mér líður bara ágætlega, mér finnst maturinn okkar geðveikt góður og einsog ég sagði áðan, þetta snýst allt um að prufa sig áfram!  Það er svo margt til og besta ráðið er að reyna að gera sem flest frá grunni, þá veistu hvað er í matnum þínum, og það er líka gaman að gera allt frá grunni!


Þetta virkaði fyrir okkur, ég er allavega búin að missa 17 kg með þessum lífsstíl :)

ALLIR Í KJÓLIN FYRIR JÓLIN!

Tuesday, December 6, 2011

Uppskrift dagsins; holl og bilað góð pizza :)

Binni fann þessa uppskrift á pressunni og hún er fáránlega góð. Miiiiklu betri helduren allt þetta Dominos rusl og svoleiðis :) 
Þessi pizza er matarmikil og dugar alveg fyrir 4, en það er alveg hægt að gera 1/2 uppskrift og hafa deigið þynnra :) 



Botn

2 bollar gróft spelt
1 bolli hveitikím
1 bolli AB mjólk
2 msk ólífuolía
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt


Allt sett í hrærivélarskál og hnoðað saman. Svo er deigið sett á borðplötu og handhnoðað þangað til það er orðið svolítið stíft. Ef deigið er of blautt skaltu bæta spelti saman við.
Deigið ætti að duga í tæplega eina stóra ofnskúffu. (passið að hafa deigið ekki of þykkt)


Pizzusósa
3 tómatar
16 sólþurrkaðir tómatar og smá olía með úr krukkunni
½ paprika, niðurskorin
2 hvítlauksrif, niðurskorin
1 sellerístöngull, niðurskorinn
1 msk sítrónuolía
Salt og pipar eftir smekk


Allt sett í blandara og mixað vel saman. Það er betra að skera selleríið, hvítlaukinn og paprikuna  niður áður en þær fara í blandara svo þær maukist sem best.


það sem við setjum á pizzuna;
Klettasalat - ómissandi!!
2 kúlur mossarella ostur, skornir í tvennt og svo í þunnar sneiðar
4 sveppir, skornir í þunnar sneiðar
½ paprika, skorin í þunnar sneiðar
2 Kjúklingabringur (skornar í strimla, steiktar á pönnu , salt og pipar)
1/2 rauðlaukur
Konfekttómatar (má sleppa)


Setjið pizzusósuna á deigið og það álegg sem þið viljið  og raðið síðan mozarella sneiðum (ferskur mozarella í kúlum) ofan á.
Setjið í ofn (180°c) og bakið í 15-20 mín (eða þangað til að þið finnið að pizzan er tilbúin.

svo mæli ég sterklega með að búa til góða jógúrtsósu og setja ofan á pizzuna þegar hún er tilbúin, það er geðveikt!
Ef ykkur vantar hugmynd fyrir jógúrtsósu þá er hér ein sem ég geri stundum; 

1 dós grísk jógúrt
2 hvítlauksgeirar (pressaðir)
Smá safi af lime
1-2 msk af Agave hunangi
saxað ferskt timjan (eða steinselja, oregano eða hvaða kryddjurt sem ykkur finnst góð)


Þar hafiði laugardagsmáltíðina, allt gert frá grunni og vil benda á, 
ef þið eruð eitthvað löt, þetta er allt mjöög fljótlegt að gera og vel þess virði eftirá :)

Verði ykkur að góðu ;)




Sunday, December 4, 2011

"Lífstíll en ekki átak"

HÆ. Blogg er geðveikt og ég ætla að vera með.

Ég setti inn mynd á facebook áðan af árangrinum sem ég hef náð undanfarna 3 mánuði 
og fékk margar spurningar um uppskriftir og ráð.
Það er engin töfralausn bak við þyngdartap. Mataræði er í fyrsta sæti og þar á eftir kemur hreyfingin.
Fyrsta sem ég þurfti að gera áður en ég bjóst við nokkurskonar árangri var að átta mig á, og sætta mig við að þetta er EKKI átak, þetta er lífstíll

Í ágúst á þessu ári byrjaði ég í nýjum skóla. Ég fór að taka eftir því að ég varð móð við að labba upp stigann, ég svitnaði og var bara dauðþreytt eftir smá áreynslu. Við vissum að við þyrftum að taka okkur á og þegar ég steig á vigtina var það endanlega ákveðið. Ég var orðin 89 kg og mér leið hræðilega með sjálfa mig. Ég trúði varla tölunni á vigtinni því ég sá hvað ég var orðin slæm. Ég vissi að vandamálið væri til staðar en ég áttaði mig ekki á því hversu slæmt það var orðið.

Núna eru rúmir 3 mánuðir liðnir, ég er 16 kílóum léttari, eða 73 kíló
Mér er ekki alltaf illt í maganum, ég er hætt að hugsa um mat allann daginn, þarf meiraðsegja að passa mig að muna eftir að borða stundum.
Þar sem ég er ekki nema tæpir 160 cm á hæð vonast ég til þess að komast í 65 kíló einn daginn
En eins og Binni segir oft; þetta er ekki spretthlaup, heldur maraþon.

Gaman að bæta við að Binni er líka búinn að missa 24 kg.


Þetta blogg verður hér fyrir ættingja og vini til að fylgjast með árangrinum hjá okkur skötuhjúunum , hver veit nema ég hendi einni eða tveim hollum uppskriftum inn fyrir áhugasama .


Ég vil líka þakka fyrir stuðninginn og kveðjurnar sem við höfum fengið, það er aldrei verra að fá klapp á bakið :)