Tuesday, February 25, 2014

Nautnaseggur

Einusinni ætlaði ég að vera ofboðslega dugleg að borða öfgakennt hollt og setja endalausar uppskriftir og þetta átti að vera hollt blogg, EN við hjónin erum alltof miklir nautnaseggir til að geta borðað endalausar kjúklingabringur og boost.
Núna höfum við ákveðið að borða bara venjulegan mat, í hollari kantinum samt.
Við förum í ræktina flesta daga, eftir vinnu þannig að þá höfum við bara léttann mat.
Þessa 2-3 daga í viku sem ég fæ að elda góðann kvöldmat, langar mig líka að hafa eitthvað gott í matinn. Ætla að reyna að gera a.m.k einu sinni í viku að prufa eitthvað nýtt og það heppnast vel, þá mun ég setja inn uppskriftir hér og þar.


Í gærkvöldi skannaði ég yfir öll matarblogg og allar matreiðslubækurnar mínar í leit að einhverri gómsætri uppskrift, og ég fann uppskrift á www.ljufmeti.com sem mér leist vel á og ég ætla að deila henni með ykkur.


Gómsæt sweet chili kjúklingabaka



Botn: 
5 dl hveiti
250 gr kalt smjör
1 tsk salt
3-4 msk kalt vatn

Fylling:
3 kjúklingabringur
5 dl sýrður rjómi (alveg 2 dósir)
1/2 - 1 paprika
Sveppir
2 Skarlottulaukar
1 dl sweet chili sósa
salt og pipar
2-3 msk maizena mjöl
mozarella ostur, rifinn

Aðferð:
Botn: Skerið smjörið í teninga og hrærið öllu saman með höndunum þangað til smjörið hefur blandast alveg saman við hveitið. Þrýstið deiginu í formið, bæði í botninn og kantana og setjið í ísskáp í smá stund, allavega á meðan fyllingin er elduð.
Fylling:
Kjúklingurinn er skorinn og steiktur. Laukurinn, paprikan og sveppirnir eru skorið smátt niður og bætt við kjúklinginn. Hrærið sýrðum rjóma og chili sósunni saman við og hitað að suðu. Látið sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur og saltið eftir þörfum
Maizena er bætt við til að þykkja.

Setjið fyllingu í skelina og bakið við 200°c í 30 mín, takið út, setjið mozzarella ostinn yfir og setjið aftur inn í ofn 10 mínútur.

Ég skar líka niður kirsuberjatómata í sneiðar og lagði ofaná fyllinguna, sem mér fannst mjög gott. Það er líka gott að forbaka botninn í svona 10 mínútur áðuren fyllingin er sett í.

Klikkaði alveg á að taka mynd af minni böku, þannig að ég stal myndunum af ljufmeti.com
Hérna er upprunalega uppskriftin:
http://ljufmeti.com/2012/12/16/kjuklingabaka-med-sweet-chili/


No comments:

Post a Comment