Monday, April 7, 2014

Oslóstuð


Það er aldeilis í nógu að snúast þessa dagana, á föstudaginn lágum við í pottinum eftir ræktina og töluðum um hvað það væri leiðinlegt að bíða eftir að flytja, og ákváðum bara að tékka hvort það væri ekki laust í eitthvað ódýrt flug daginn eftir, því við áttum 50þúsund króna gjafabréf hjá icelandair. Eina sem var laust og kostaði ekki allt of mikið, var til Osló, þannig að við slógum bara til!
Við fengum þetta glæsilega hótelherbergi sem kom skemmtilega á óvart því við bjuggumst við einhverju ógeði miðað við hvað við borguðum fyrir það.

Við þóttumst nú vita að verðin væru há þarna en okkur brá aldeilis, það var nánast ekkert undir 1000 krónum þarna. Til dæmis ætluðum við að kaupa vatn en 1/2 líter af vatni kostaði í kringum þúsundkallinn og gos kostaði yfirleitt yfir 1000 kr. snakkpoki kostaði líka í kringum 1000 kr.

Þetta var alveg orðið ástand, því við vorum farin að eiga erfitt með að finna eitthvað að borða. Það kostaði meiraðsegja svona 3000 kr á mann að borða á McDonalds.
Við enduðum ferðina á máltíð á flugvellinum á sportbar, ég fékk mér hamborgara og franskar, Binni fékk sér club samloku og franskar, gos og laukhringi, heila 3 á mann og þetta kostaði 10 þúsund!!


Annars var þetta alveg rosalega góð ferð í alla staði og gott frí, sérstaklega því ég fékk að halda á slöngu og ég elska slöngur. Nú eru bara 2 dagar sem við höfum til að klára að pakka og svo flytjum við í fjörðinn fagra á fimmtudaginn og svo förum við til London eftir 25 daga.
Needless to say þá erum við orðin svolítið mikið spennt fyrir þessum nýju tímum! :)




No comments:

Post a Comment