Tuesday, April 1, 2014

Flutningar og "hollt" túnfisksalat

Í fyrsta lagi ætla ég að byrja á að segja takk fyrir mig !! Viðbrögðin sem ég fékk fyrir síðasta blogg um baráttuna mína við þunglyndi voru æðisleg, c.a 400 manns skoðuðu síðuna eftir að ég setti þetta inn og ég hef fengið frábærar kveðjur frá ótrúlegasta fólki.  Takk fyrir stuðninginn! :)

Það verður verður ansi erfitt að toppa þetta.
Annars eru 9 dagar í flutningar og við erum á fullu að pakka niður og þrífa og skipuleggja, ótrúlega spennandi tímar framundan. Síðustu ca 2 ár hefur okkur leiðst alveg rosalega að búa í höfuðborginni og dreymt um að flytja, og loksins er það að gerast! :)


Mér langaði svo að deila með ykkur þetta hrikalega túnfisksalat sem ég var að gera mér. Ég er alltaf að reyna að borða hollt og þar að auki er ég rosalega magaveik og þoli illa t.d Majónes, þannig að ég ákvað að gefa þessu séns. Ég hef alltaf fussað yfir kotasælu en hún verður að engu í þessu og þetta er algjört dúndur!

"Hollt" túnfisksalat
1 lítil dolla kotasæla
1/2-1 dolla 5% sýrður rjómi (fer eftir því hvað það er sett mikið af gumsi í salatið) 
1 dós túnfiskur
2 egg
1/2-1 laukur eftir smekk
Smá gúrka og paprika, eftir smekk, má samt alveg sleppa
Aromat eða salt og pipar


Verði ykkur að góðu! :)

No comments:

Post a Comment