Sunday, October 12, 2014

Smooth-ís?

1. september síðastliðinn var alveg klárt mál, eftir fjögurra ára sveiflur í mataræði og þyngd var alveg klárt mál að við þurftum að byrja alveg upp á nýtt. Maður les stanslaust um þetta og hitt mataræði sem svínvirkar, LKL, 5+2, og svo framvegis, en staðreyndin er sú að ekkert eitt virkar fyrir alla. Það er mjög snúið að finna, hvað virkar fyrir mann, þegar maður er í stanslausu ströggli með þyngdina sína, eins og við hjónin erum í. 

Við byrjum á að taka út allt glútein (hveiti o.s.frv.) og sykur. Eitt og sér er þetta mjög gott fyrir okkur, ekki bara til þess að léttast, því í okkar huga er það ekkert endilega það mikilvægasta, þó það verði að fylgja með. Góð líðan er að sjálfsögðu í forgangi, og þar sem að ég er með vefjagigt og fleiri kvilla, þar sem mataræði spilar mjög stórt hlutverk í minni líðan þá var þetta mjög mikilvægt. Ég hafði oft lesið mig til um að sykur færi alveg svakalega illa í fólk í minni stöðu. Einnig glími ég við þunglyndi þar sem mataræði, hreyfing og svefn spilar stærsta hlutverki í minni líðan. Eftir að ég tók út sykur og hveiti, og að sjálfsögðu áfengi, hef ég náð dramatískum árangri í minni heilsu og líðan.
Þar að auki er ég búin að missa 5,6 kíló og 8,5 cm farnir af mittismálinu :) 



Smá mont :)


EN nóg um það! 
Á föstudaginn fór ég í "skvísuferð" með mömmu, Vilborgu ( systir mömmu) og Önnu Maríu, dóttir Vilborgar. Það er mjög fljótt að verða að rútínu að halda sér í réttu mataræði, búa til allt sjálfur og svoleiðis, en svona ferðir flækja málin. Þess vegna er svo rosalega mikilvægt að undirbúa sig vel. Hafa með sér nesti, hugsa fyrirfram hvar er hægt að borða án þess að svindla of mikið, þó það sé alveg í lagi að svindla smá, svo lengi sem maður missir sig ekki alveg. 
Ég ákvað á laugardeginum að leyfa mér að fá mér Smooth-ís, sem er semsagt nokkurnvegin smoothie, með ís samanvið. Þetta var vissulega mjög gott, EN Binni hefur verið að fikta við að búa til svona, með skyri og öðru í staðinn fyrir ís, og ég verð að viðurkenna að Binna útgáfa af þessu er MIKLU betri, að mínu mati. Sykur er ekkert nauðsynlegur í svona drykk, þar sem að ávextirnir sjá alveg um sætuna í þessu.

Hann notar:

Frosin Jarðaber
Frosin Mangó
Banana
Frosin bláber
Frosin Vínber (bara örfá)
Trönuberjasafi (SYKURLAUS!! sem er ekkert auðvelt að fá)
Vanillu skyr.is

Allt maukað saman, oft þarf að leyfa ávöxtunum og berjunum að þiðna smá, því ekki allir blandarar/töfrasprotar ráða við alveg gaddfreðna ávexti

Svo er þessu bara hent í skál eða glas og notið vel. Alveg hægt að borða þetta í staðinn fyrir ís, ferst og fáráánlega gott!!
Tek fram að Binni á alveg heiðurinn af þessu! ;)

Ást og kossar

Jóhanna! :)

1 comment:

  1. Flotta dóttir mín. Þetta eru orð að sönnu. Greinilegt að þér liður betur og ert í góðu jafnvægi. Ég held að matarræði sé mikill áhrifavaldur í andlegri líðan. Þess vegna á matarræði að snúast um liðan og ekkert annað. Þyngdartapið er svo bónus sem oftast kemur ef rétt er á haldið. Gó Jóhanna mín.

    ReplyDelete