Tuesday, January 17, 2012

Aftur í rútínu!

Við fórum til Manchester núna 13-16 jan sem var alveg rugl gaman. 
Í stuttu máli;
Versluðum helling í bestu búð í heimi; Primark, drukkum helling af kokteilum, duttum í það (aðallega ég og Binni) og ég reyndi að kenna fullt af bretum íslensku, það gekk ekki vel.
Við fórum í stærstu verslunarmiðstöð í Evrópu, trafford center sem er stærsta bygging sem ég hef séð á ævinni og með þeim flottustu líka. Við fórum í skoðunarferð um Old Trafford og auðvitað leik líka; Manchester United - Bolton sem fór 3-0 fyrir ManU og okkar maður, Scholes skoraði mark, sem var ekki leiðinlegt að verða vitni af.
Við sátum líka í 4 sætaröð frá vellinum OG í stúkunni við hliðiná varamannabekknum þannig að við sátum rétt hjá  Sir Alex Ferguson, Ryan Giggs, og öllum þeim sem fóru útaf. VEI! 
Fundum nánast svitalyktina af leikmönnunum á vellinum, það var töff.
Þarna sátum við :):)

Við lærðum allt um bómullarverksmiðjur í Manchester hjá málglöðum leigubílstjóra
Við fórum á Indverskann veitingstað og smökkuðum eld.
OG SVO MARGT MARGT FLEIRA! 

Ég hef ekki verið mikill aðdáandi fótbolta en mitt álit á leiknum breyttist á laugardaginn. Djöfull var gaman!!
Svo kom talning á skjáinn á Old Trafford og það voru ekki nema 75,444 manns á leiknum, þegar leikurinn kláraðist hrúguðust nánast allir fyrir framan Old Trafford og ég hef sjaldan séð jafn mikla hrúgu af fólki (Mér finnst gama að hugsa um þetta einsog 75 og hálfur blönduós :O)

En núna eftir jólin og þessa svakalegu drykkjar- og sukkferð er roosalega erfitt að koma sér í rútínu aftur
Ekkert nema hollusta núna eftir þetta allt saman, en ég get ekki sagt að mér gangi neitt vel með það. Það var kannski ekki úthugsað að kaupa nammi á flugvellinum hahaha.

En maður þarf bara nokkra daga af ákveðni og þá ferð löngunin smátt og smátt :)
Hjálpar ekki að vera að læra þvílíkt mikið til að ná hinum eftir þessa frídaga!

ANYWAYS.
Langaði bara að segja frá einni af bestu helgum lífs míns :)

bææææææææææææææææ.

2 comments:

  1. öfunda þig svo mikið, ætla mér klárlega á eitt stykki Manu leik á ævinni. svo er ekkert verra að versla ódýr flott föt :P

    og btw. þú lítur mega vel út og stendur þig vel :D

    -erla bauni :)

    ReplyDelete
  2. Hahaha takk fyrir það Erla bauni :D Og já svona leikur er algjört möst, þetta er sjúúklega gaman :D

    ReplyDelete