Tuesday, January 24, 2012

Hvatning og skipulag.

Ég ætla að setja smá blogg um lífstílsbreytinguna.

Eftir jólafríið og utanlandsferðina líður mér pínu eins og ég sé að byrja upp á nýtt. Við erum bæði búin að eiga smá erfitt með að halda okkur við mataræðið og misstum okkur aðeins um helgina.
En núna er ekkert nema harkan og nú skal ég komast á skrið eftir jólafríið og sukkferðina!

Þetta snýst allt um skipulag. Ég skipulegg alla matartíma í kringum skóla ásamt hreyfingu.
Ég náði að minnka götin á stundartöflunni minni og er þar að leiðandi ekki í skólanum fyrr en kl 10 alla daga nema þriðjudaga, en þá er ég kl 11.25.
En fyrst Binni er á morgunvakt er ég búin að vakna með honum kl 7 í dag og í gær og taka góða æfingu áður en ég þarf að mæta í skólann. Ég vil ekki keyra mig of mikið út þannig að ég ákvað í byrjun vikunnar að ég myndi taka æfingar 3-4x í þessari viku, mánudag, þriðjudag, frí á miðvikudag, fimmtudag og föstudag ef ég hef orku í svo mikið. Geri mismikið eftir líkamlegu ástandi. Ég t.d gat verið endalaust að í gærmorgun enda hafði ég ekki hreyft mig síðan fyrir jól, en í dag finn ég fyrir æfingum gærdagsins og gat gert aðeins minna.
Svo er að sjálfsögðu lykilatriði að teygja mjög vel á eftir æfingar, annars yrði ég handónýt og gæti ekkert daginn eftir.

Svo skipulegg ég matartímana. Einsog kannski einhver veit, sem hefur gert þetta, þá er ótrúlega strembið að setja saman skipulagða matartíma með vinnu eða skóla. Ég borða alltaf á 3 tíma fresti og ef ekkert annað er í boði tek ég bara með mér ávöxt eða eitthvað í seinni tímana eftir hádegi. Ég fæ mér stundum á kvöldin en ekkert endilega, en það er algjör klisja að maður eigi ekki að borða eftir ákveðinn tíma á kvöldin.

Svo fyrir þá sem eru að byrja í einhverju svona, eða að hugsa um það er mjög mikilvægt að setja ekki of há markmið, annars er líklegra að þið sjáið aldrei fyrir endann á markmiðinu og þið haldið að þið munið aldrei ná því. Svo er mjög gott að verðlauna sig eftir t.d ákveðið mörg kíló eða annað sem er verið að reyna að takast á við, ákveðið háar einkunnir osfrv.

Ég setti fyrsta markmiðið mitt við 10 kg þótt ég vissi alveg að ég þyrfti að missa meira. En samt sem áður var ég himinlifandi að missa þessi 10 kg og þá bætti ég 5 kg við markmiðið. Svo náði ég því markmiði og bætti öðrum 5 kg við, sem ég hef reyndar ekki náð ennþá, er ennþá föst í 18 kg tapinu. Og eftir hvert einasta mark voru verðlaun við endann, þótt ég reyndar verðlaunaði mig bara með því að fá mér fínar neglur en ég á inni hjá mér nýtt tattoo, þegar ég á pening fyrir svoleiðis, því það áttu að vera verðlaunin fyrir að missa 15 kg.


Það er líka mjög mikilvægt að fá hvatningu, ég veit ekki hvort ég hefði getað þetta án Binna og peppinu sem ég fæ frá honum, en hef fengið mikla hvatningu frá vinum og ættingjum og það gerir ótrúlega mikið fyrir mann!

Ég fann þennann líka frábæra pistil áðan sem er mikið til í og gott að lesa - sama hvort maður er að reyna að grennast eða ná öðrum markmiðum, þá eru mjög góðir punktar þarna, fannst mér :)

http://sportelitan.is/read/2012/01/24/motivate-yourself-

En ég er hætt þarsem þetta er orðið kannski of langt hjá mér.
alltílagibæ.

No comments:

Post a Comment