Tuesday, January 3, 2012

Gleðilegt nýtt ár

Jæja börnin góð, gleðilegt nýtt ár.

Áramótin voru haldin hátíðleg í kjarrhólmanum, Binni eyddi deginum í eldhúsinu að preppa humarinn, með tölvuna uppi á eldavél að horfa á fótboltaleik. Hver segir svo að karlmenn geti ekki gert tvo hluti í einu?

Hann eldaði handa okkur geðveika máltíð, toppar sig endalaust, kokkurinn sem hann er. Hann steikti humar uppúr hvítlauks-smjörgumsi, og setti ofan á snittubrauð ásamt pestó. Svo var auðvitað eldað innbakað lambakjöt því ungfrú ég vil alltaf svoleiðis á áramótunum eins og heima, sem var svona líka stórkoslega gott.

Eftir mat kíktu Sara og Andri, Svandís og Rabbi og Guðdís í heimsókn, við spiluðum og tókum á móti nýja árinu með freyðivín í hönd.
Þegar ég var komin á annað glas, eða kannski fjórða fékk ég hinsvegar þá flugu í höfuðið að fara á skrallið, og förinni var heitið niðrí bæ.
Stoppuðum stutt í smá teiti en svo héldum við stelpurnar á oliver þar sem kvöldið tók óvænta beygju, þar sem "Guðdís rak kinnina óvart í armbandið hjá stelpu" og ég fékk höggin í smettið og endaði liggjandi í jörðinni þar sem tosað var í hárið á mér á meðan önnur sparkaði. Svo þegar ég hélt að við værum loksins laus við hana kom hún aftur og gaf mér gott hnefahögg í smettið.

Ég er rosalega hneyksluð á því að dyraverðirnir þarna gerðu ekkert nema jú, að reyna að stoppa Binna þegar hann hoppaði yfir grindverkið að reyna að ná stelpunum af mér. Lögreglan endaði svo á að koma og fjarlægja þessa ágætu dömu.

Fyrir utan bólgið andlit og einn eða 10 marbletti hlæjum við nú að þessu eftirá enda snaróð pía sem hefur furðulegar hugmyndir um það hvernig á að skemmta sér á áramótunum.
Við getum allavega sagt að þetta var eftirminnilegt djamm, og þetta var alveg ógeðslega skemmtilegt kvöld, en ég ætla ekki aftur niðrí bæ á næstunni. Bjakk!

Svo til að halda skemmtuninni áfram fékk ég niðurstöðurnar úr segulómskoðuninni í dag, því miður er engin almennileg útskýring fyrir bakverkjunum, er þó ekki með brjósklos, en er hins vegar með litla hryggskekkju!
Planið fyrir næstu daga er að reyna að fara að synda verkina frá mér því það virðist vera það eina sem fer ekki illa í bakið á mér og er líka svooo góð hreyfing fyrir skrokkinn :)

Núna er smá harka næstu 1 og hálfa vikuna í hreyfingu og ofur mataræði því svo tekur England við, ætli maður verði ekki að fá sér klassískann enskann morgunmat og taka þetta með stæl. Get ekki beðið eftir að fara út með mínum yndislegu mágkonum og tengdamóður og auðvitað Binna! :D

En ég skal ekki hafa þetta lengra í dag, nennir örugglega enginn að lesa þetta, svo langt og leiðinlegt!

No comments:

Post a Comment