Friday, November 14, 2014

Gulrótin!

Mér finnst mjög mikilvægt að hafa gulrót. Eitthvað til að halda í.
Þegar maður kemst yfir ákveðin þröskuld er gott að verðlauna sig. Í okkar tilfelli er það yfirleitt nýtt tattoo! Við elskum tattoo :) !!
Binni er náttúrulega ofurmaður í þessu öllusaman og er sko svo sannarlega búinn að vinna sér inn eitt tattoo, búin að missa rúm 17 kíló!!
Við förum á morgun á akureyri og hann splæsir sér í eitt tattoo þar. Ég ákvað að verðlauna mig líka, þegar ég kemst yfir 10 kílóa þröskuldinn og fer í tattoo eftir 2 vikur! Er búin að missa rétt tæp 10 kíló, þannig að ég verð væntanlega komin eitthvað yfir það á næstu 2 vikum :)

Er gersamlega að drepast úr tilhlökkun, verð sennilega spenntari fyrir nýju flúri heldur en utanlandsferð! Þótt fjölskyldan deili ekki alveg sama spenningi fyrir þessu ;)

Allavega þá er vigtun dagsins sjúklega flott, búin að missa 9,6 kíló og vantar bara aðeins upp á 10 kílóin. Var að vonast til þess að komast yfir 10 kíló eftir dugnað vikunnar en það er þá bara í næstu vigtun! :)


xoxo

No comments:

Post a Comment