Wednesday, November 19, 2014

"Hvað fáiði ykkur eiginlega á laugardögum?"

"Hvað fáið þið ykkur á nammidögum, um helgar, á laugardögum?"
Ég fæ þessa spurningu rosalega oft. Í fyrsta lagi er alls ekkert heilagt að maður "verði" að fá sér eitthvað. En stundum langar manni að gera vel við sig eftir harða viku og við reynum að gera okkur mjög góðar máltíðir, t.d lambabóg/læri, gerðum steikarsamloku um daginn, mínus hveiti, og fleira. Ef maður er nógu ákveðinn í að halda sig við þennan lífsstíl er þetta ekkert mál, maður þarf bara að vera duglegur að finna uppskriftir og nota hugmyndaflugið.

Við fáum okkur popp flestar helgar. Heimapoppað, lágmarksolía og ekki of mikið salt. Okkur finnst popp rosalega gott þannig að það dugir okkur alveg. Svo splæsum við stundum í sykurlaust súkkulaði sem fæst í Nettó, og líka Hlíðarkaup sem heitir Balance og er svakalega gott, fæst bæði hreint, dökkt og ljóst, með hnetum og berjum og allskonar. Okkur finnst líka allt í lagi að fá okkur smá suðusúkkulaði, gerum það stundum.

Þegar ég nenni tek ég mig líka til og græja einhverja góða eftirrétti.
Seinustu helgi ákvað ég að prufa að gera sjeik. Fann mér uppskrift af sykurlausum ís sem er mjög góður:

Súkkulaðisjeik
Dugar í 2 stór glös

2 egg
1 eggjarauða
250 ml rjómi
40 g sukrin melis
tsk vanilludropar
15 dropar vanillustevía

Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar. Í annari skál er þeytt saman; egg, vanilludropa, sukrin melis og stevía. Þetta er fryst og það er gott að hræra í ísnum á meðan hann er að frosna

Þegar ísinn er reddý bræddi ég 1 plötu af suðusúkkulaði og lét kólna, en ekki þannig að það harðnaði

Svo set ég allann ísinn í skál, mjólk og brædda suðursúkkulaðið og blanda saman með töfrasprota. Ath að það þarf að taka ísinn út tímanlega því hann verður svo harður.
Svo skreytti ég með smá súkkulaði ofan á og voila.


 Sjúklega góður sjeik með mjög takmörkuðu sykurmagni. Í einni plötu af suðusúkkulaði eru ca 50 gr af sykri, þannig að ef þessu er skipt í 2 er ca 25 gr af sykri í 1 glasi. Mér finnst það alveg vera innan leyfilegra marka :)

No comments:

Post a Comment