Tuesday, November 11, 2014

Mælingar


Fyrstu mistök sem ég geri þegar ég er að taka mig á, eru sennilega að ætlast til þess að hlutirnir gerist hratt. Ég er minn versti óvinur og enginn er betri en ég sjálf í að rífa mig niður.
Á föstudögum er vigtun. Annan hvern föstudag er mæling. Alla fimmtudaga er ég með hnút í maganum með endalausar spurningar og pælingar í kollinum. Gerði ég nóg? Hefði ég átt að vera lengur í ræktinni? Hefði ég átt að sleppa að borða þetta og hitt?

Síðustu 2 mánuðir, rúmlega hafa gengið fáránlega vel. Við erum bæði ákveðin og njótum þess að líða betur. Svo kom bakslagið síðasta föstudag. Mér fannst ég ekki hafa lést nógu mikið, of lítið farið af maganum og dagurinn var bara ónýtur. Ég hafði mig í ræktina þótt mig langaði bara undir sæng að sofa.
En þegar ég horfi til baka veit ég að ég gerði mitt besta. Það er ekki hægt að ætlast til þess að ég geri meira en það. Ég borða rétt, hreyfi mig akkúrat eins mikið og skrokkurinn þolir og er loksins komin með hið fullkomna jafnvægi þegar kemur að hreyfingu og mataræði.

Aðalatriðið er líka að markmiðið var ekkert bara að léttast. Heldur bara að líða betur!

Svo þegar ég fór yfir tölur föstudagsins voru þær alls ekkert slæmar:

 Læri -6 c
Rass -7,5 cm
Magi 9,5 cm
Brjóst 14 cm!! sem er svolítið skemmtilegt því skálarstærðin er enn sú sama, þannig að þetta er bara ummálið sem hefur minnkað :)

Alls hef ég misst tæp 9 kíló!

Ég ætla bara að hætta að væla yfir því hvað hefði átt að fara og hvaða tölu ég sá á vigtinni, því þetta er ennþá allt mínustölur og ég get ekki annað en verið stolt af því! :)

No comments:

Post a Comment