Thursday, November 27, 2014

Í kjólinn fyrir jólin?


Megrun, kúr, átak, eða nýr lífsstíll?
Alltaf þegar við höfum "tekið okkur á" hefur það alltaf endað sem nokkurra vikna eða mánaða átak, svo koma jól, eða einhver önnur "góð" afsökun til að missa sig í sukki og rugli og við erum því miður það miklir fíklar, að við náum oftar en ekki að hætta. Þannig að oft endar þetta í sama fari.

 Mér þykir hálfvandræðalegt að vera að setja á facebook í 3-4 skiptið "búin að missa x mörg kíló", og svo nokkrum mánuðum seinna er allt orðið eins.

Það sem mér finnst maður oft brenna sig á er að einblína of fast á einhvern einn ákveðinn dag, eða tíma. "Ég ætla að vera svona dugleg þangað til um jólin" eða" ég ætla að taka mig á um áramótin svo ég verði orðin fín fyrir sumarið". Fyrir mig hefur þetta mögulega (þó ég viti það kannski ekkert fyrir víst) verið það sem skemmir svolítið.. Maður einblínir bara á að borða svona og hinseginn "þangað til" ..

Í þetta skiptið erum við, finnst mér, loksins búin að finna okkur lífsstíl sem virkar. Við erum ekki að hugsa um jólin sem einhverja góða afsökun til að missa okkur aftur, heldur ætlum við bara frekar að gera heimagert, sykurlaust nammi, en svo er líka allt í lagi að fá sér smá smakk, en það þarf þá líka að vera BARA smá! Við erum hætt að missa vitið yfir því ef við stelumst í einn súkkulaðibita, það þýðir bara ekkert að fá stanslaust samviskubit yfir því, heldur bara leyfa sér þetta bara og halda svo áfram á sömu braut. Og það er að virka. Við hugsum ekki lengur endalaust um það að eitthvað sé "bannað" eða neitt, það er ekkert bannað.. ef okkur langar í það þá fáum við okkur bara.. og viti menn, heimurinn endar ekki!

En svo pössum við okkur líka, að þegar við erum að fara eitthvað, í ferðalög og svoleiðis, að vera vel undirbúin, annað hvort með því að taka nesti eða að vita hvert við getum farið til að borða eitthvað sem hentar okkar mataræði.

Þannig að loksins er ég komin með lífsstíl sem ég get hugsað mér að lifa á alltaf. Með það fyrir stafni að líða vel!

Síðasta vigtun var þvílíkt ergjandi, vantaði bara 400 gr til að komast í -10kg og svo missti ég ekki eitt einasta gramm.. samt missti ég nokkra cm af öllum líkamspörtum en það dugði ekki til að gleðja mig, ég varð ógeðslega ómöguleg og þunglynd yfir daginn, bitur yfir því að hafa ekkert misst en samt verið svona dugleg.. sem er ótrúlega heimskulegt, því, eins og ég sagði þá missti ég nokkra cm af öllum stöðum sem við mælum, t.d heila 11,5 cm af maganum! Þannig að ég reif mig auðvitað upp úr þessari vitleysu, og hélt áfram á sömu braut!

Svo vigtuðum við okkur í morgun, degi fyrr en venjulega því við erum að fara til Reykjavíkur í kvöld, og ég missti 1,6 kg í vikunni og er því búin að missa tæp 11 kíló eða 10,8 kg!  Sem ég er auðvitað himinlifandi með!

EN þegar uppi er staðið snýst þetta ekki bara um þyngdartap, heldur að láta sér líða vel, og geta horft yfir vikuna og mánuðinn og sagt ég gerði allt sem ég gat gert og ég er stolt af sjálfri mér! :)

Góða helgi gott fólk! :)

No comments:

Post a Comment