Saturday, December 10, 2011

Heilræði ?

Eins og ég hef sagt áður er engin töfralausn bakvið það að grennast. En það eru leiðir, sem eru ekki flóknar, reglur sem maður setur manni, það er amk það sem mér finnst mikilvægt, er að fylgja "reglunum". 
Ég ætla að setja nokkra punkta, sem hafa allavega virkað fyrir mig og Binna 


Borða alltaf morgunmat (augljóst ráð, en alltof margir sleppa því og borða kannski ekki fyrren eftir marga klukkutíma eftir að þeir fara á fætur)


 Borða á 3 tíma fresti - líka á kvöldin, þessi eftir 8 regla er bara vitleysa, það skiptir engu máli hvað klukkan er, maður á að borða reglulega - upp í 5 máltíðir á dag (fer eftir því hvernig svefnhættir manns eru)


EKKI NARTA - ég veit að það er ógeðslega freistandi að narta yfir daginn en það er ekki gott! sama hvort þú sért að narta á súkkulaði eða ávöxtum, haltu þig við 3 klst regluna


 Reyndu að forðast sykur - auðvitað er sykur í mörgu - en við borðum helst engann sykur, en það þarf ekki að sleppa honum alfarið, bara eins lítið og hægt er af honum. Ég set sykur í kaffið mitt en skipti yfir í Canderel gervisykur og það er ekkert verra á bragðið, finnst mér


Prufaðu þig áfram - mér finnst fólk hugsa um svona lífstíl sem einhvern slæmann hlut, ég gerði það meiraðsega. En þetta snýst allt um að prufa sig áfram, farðu út í búð og keyptu matreiðslubók með hollum uppskriftum - notaðu google - þetta er ekki hræðilegt. Eftir nokkrar tilraunir situru uppi með ógeðslega góðar og hollar uppskriftir - það er líka ógeðslega gaman að prufa eitthvað nýtt


Forðastu feitar mjólkurvörur - ég borða bara fjörmjólk og AB mjólk. Ég þoli reyndar mjólk mjög illa þannig að ég get ekkert annað fengið mér - Binni borðar líka skyr.is (vanillu) og stundum íþróttasúrmjólk. Slepptu rjómanum, nýmjólkinni og feita ostinum. Ég veit hann er góður en hann er alltof feitur. Hann má vera spari.


Ekki vera of strangur við þig - ef þú pínir þig endalaust því þér langar svo í nammi eða eitthvað gotterí, fáðu þér þá á laugardögum, því ef þú pínir þig of lengi eru miklar líkur á að þú missir þig alveg í sukkinu og ferð jafnvel ekkert að borða hollt aftur.  Við höfum hingað til fengið okkur ávexti með suðusúkkulaði - jarðaber og suðusúkkulaði, hvað er betra en það?


Forðastu hveiti!! hveiti er límklessa í maganum á okkur. Hveiti er ógeðslegt. næst þegar þú færð þér brauð eða eitthvað úr hveiti, reyndu að fylgjast með maganum á þér, hvernig hann blæs út og hvað hann verður þungur.  Ef þú vilt endilega borða hveiti, borðaðu eitthvað eftir á - grænmeti eða ávexti því það hjálpar að vinna úr hveitiklessunni í maganum á þér (ég las þetta allavega einhverstaðar, en ég man ekki hvar)


Þetta hljómar kannski hræðilega erfitt eða leiðinlegt en þetta er það alls ekki, mér líður bara ágætlega, mér finnst maturinn okkar geðveikt góður og einsog ég sagði áðan, þetta snýst allt um að prufa sig áfram!  Það er svo margt til og besta ráðið er að reyna að gera sem flest frá grunni, þá veistu hvað er í matnum þínum, og það er líka gaman að gera allt frá grunni!


Þetta virkaði fyrir okkur, ég er allavega búin að missa 17 kg með þessum lífsstíl :)

ALLIR Í KJÓLIN FYRIR JÓLIN!

3 comments:

  1. http://www.amazon.com/Good-Gut-Healing-No-Nonsense-Digestive/dp/0749924489
    í þessari bok kemur fram hvers vegna fólk ætti ekki að borða eftir 8 en auðvita fer það eftir svefnvenjum eins er allt einstaklingsbundið en margt frodlegt tarna :) sem þú ættir kannski að kíkja á td afhverju fólki er ráðlagt að borða ekki eftir 8 :) bokin heitir good gut healing og fæst i heilsuhusinu

    ReplyDelete
  2. Það er hægt að rökræða og rífast um allt sem kemur mat og hollustu við - sumir segja að maður eigi ekki að borða eftir kl 8 aðrir ekki - sumir segja að gervisykur sé hættulegur og óhollur - aðrir ekki!

    Ég geri þetta svona og sé ekki betur en það virki :)

    Einn ávöxtur kl 21-22.00 drepur mann ekki!

    ReplyDelete
  3. Thor.

    Líkaminn brennir orku allan sólarhringinn; hvort sem við erum vakandi eða sofandi, eða í lítilli eða mikilli hreyfingu. Auðvitað er það ekki góð regla að borða yfir sig á kvöldin frekar en á einhverjum öðrum tíma dagsins. Það að fá sér „létta“ kvöldhressingu er nokkuð sem þykir eðlilegur þáttur holls mataræðis. Ekki má horfa fram hjá þeirri staðreynd að sumir hafa ekki tök á að borða kvöldmat fyrr en eftir klukkan átta, til dæmis vegna íþróttaiðkunar. Í slíkum tilfellum væri auðvitað fráleitt að mæla því bót að þeir sömu ættu ekki að fá sér að borða.

    ReplyDelete