Thursday, December 29, 2011

Árið 2011 í stuttu máli

Þetta ár hefur verið með þeim betri. Ætla taka saman það helsta og skemmtilegasta sem gerðist, gaman að rifja upp :)


Áramótum fagnað með þessum vitleysingum :)

Fyrri partur árs var alls ekki auðveldur þar sem ég varð atvinnulaus í lok ársins 2010 og fékk ekki bætur fyrr en í febrúar ef ég man rétt, þannig að árið byrjaði á peningaleysi og erfiðleikum, og það er alls ekki auðvelt að vera atvinnulaus í 9 mánuði en ég gerði gott úr því.


Fórum líka í eftirminnilega bústaðarferð í febrúar með vinunum sem var frekar gott fyllerí.


þessi mynd lýsir vel ástandinu á mönnum þessa helgina




24.Apríl trúlofuðum við Binni okkur


Í byrjun maí skelltum við okkur til svíþjóðar á tónleika með Roger Waters sem er ein besta upplifun lífs míns, að fá að sjá þann tónlistarmann eigin augum. Vorum í 4 daga í Svíþjóð og það var æði, fórum í tívolí, dýragarðinn, borðuðum góðann mat og margt fleira.



Helgina eftir að við komum frá Svíþjóð fórum við í voða rómó bústaðarferð en fórum á hárréttum tíma enda hófst eldgos í Grímsvötnum og við keyrðum frá öskufallinu á sunnudegi, en það elti okkur fljótt í borgina.


Ég nenni nú ekki að segja frá öllu sem við gerðum í sumar, það var mikið djammað og djúsað, á jónsmessu, lummudögum, húnavöku og auðvitað þjóðhátíð.
Sumarið endaði með bústaðarferð á hólmavík ásamt mömmu og vinkonum hennar, Tobbu og Helen. Binni kom auðvitað með líka.


Ég og Marlon að njóta okkar í sumarsólinni


Veturinn tók við og með hjálp vinnumálastofnunar fór ég í Fjölbraut í Breiðholti í myndlist og skemmti mér konunglega. Þegar ég byrjaði í skólanum hætti ég líka að drekka og er enn edrú eftir rúma 4 mánuði en stefni á að fá mér einn eða tvo mojito í áramótagleðinni. 
Ég skemmti mér konunglega í skólanum þessa önnina, tók hann með trompi með fjórar áttur og eina níu og held áfram í honum eftir áramót.


Svo kom auðvitað jólafrí, því átti að fagna með þeirri skyndiákvörðun að fara til Köben fyrsta daginn í jólafríinu hjá mér, ennnn einsog margir vita klúðraði Iceland Express því fyrir okkur, í staðinn bauð þessi líka yndislegi unnusti minn mér með honum, tengdamömmu og mágkonunum til Englands 13 janúar næstkomandi á ManU leik!! :)


Svo endum við árið auðvitað fjörtíuogeitthvað kílóum léttari samanlagt og höldum væntanlega áfram með heilbrigðan og hollann lífstíl árið 2011 :)


GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár krakkar mínir!!
Ekki fara ykkur að voða um áramótin :)

No comments:

Post a Comment