Tuesday, December 27, 2011

Jólaæði

Jæja.
Þá eru jólin búin og smá pása fram að gamlárs. Ég naut þess að fá mömmumat og jólasukkið en svo var haldið heim á leið í gærkvöldi, og í morgun tók hollustan við á ný. Ég hafði rosalegar áhyggjur af því að það yrði rosalega erfitt að leyfa sér svona mikið og fara yfir í hollustuna aftur, en það hefur ekkert freistað mín enn sem komið er, þótt það séu til 2 kg af Makkintossi inní skáp. Eins gott að fólk verði duglegt að koma í kaffi til okkar næstu daga og éta þetta, ekki ætlum við að gera það, nema kannski á gamlárs. Ég sá líka það versta fyrir sér sem er auðvitað kolvitlaust - ég steig á vigtina í morgun og jú, ég hafði bætt á mig örfáum grömmum sem tekur mig kannski viku að losna við.

Ég verð að viðurkenna að ég saknaði mataræðisins, mér var illt í maganum alla dagana - sama hvort ég var étandi allann daginn eða ekki, ég bara þoldi ekki breytinguna. Magabólgan verður líka meira og meira áberandi með kílóunum sem fara. Ég hef náttúrulega varla fengið magabólgu í 4 mánuði, skipti svo yfir í jólabrjálæðið og maginn fór í RUGL. Ég var með óléttubumbu í 4 daga, sem var mjög ergjandi (allavega þegar ég er ekki einusinni ólétt!), þegar maður er búinn að grennast og í fína kjólnum en svo stendur bumban bara út í loftið og lítið hægt að gera í því.
Þannig að ég er alveg sátt með kjúklingabringurnar mínar og létta matinn.

En að öðru..
Við fundum um daginn þessa tvo linka sem ég hafði amk mjög gaman að, mikill fróðleikur þegar kemur að hollustu, hreyfingu og almennu mataræði, vonandi hafið þið eins gaman að því og við :)
Það er gaman að fylgjast með neytendagreinunum á dv.is, það detta inn öðru hvoru góðar greinar.

http://www.dv.is/consumer/2011/11/18/mytur-um-mataraedi-og-heilsuraekt/

http://www.dv.is/consumer/2010/3/16/lattu-ekki-ljuga-ad-ther/

Svo segi ég bara takk fyrir árið sem er alveg að klárast og hafið þið það gott :)


JÓLAKVEÐJA ÚR KJARRHÓLMANUM!

No comments:

Post a Comment