Sunday, December 4, 2011

"Lífstíll en ekki átak"

HÆ. Blogg er geðveikt og ég ætla að vera með.

Ég setti inn mynd á facebook áðan af árangrinum sem ég hef náð undanfarna 3 mánuði 
og fékk margar spurningar um uppskriftir og ráð.
Það er engin töfralausn bak við þyngdartap. Mataræði er í fyrsta sæti og þar á eftir kemur hreyfingin.
Fyrsta sem ég þurfti að gera áður en ég bjóst við nokkurskonar árangri var að átta mig á, og sætta mig við að þetta er EKKI átak, þetta er lífstíll

Í ágúst á þessu ári byrjaði ég í nýjum skóla. Ég fór að taka eftir því að ég varð móð við að labba upp stigann, ég svitnaði og var bara dauðþreytt eftir smá áreynslu. Við vissum að við þyrftum að taka okkur á og þegar ég steig á vigtina var það endanlega ákveðið. Ég var orðin 89 kg og mér leið hræðilega með sjálfa mig. Ég trúði varla tölunni á vigtinni því ég sá hvað ég var orðin slæm. Ég vissi að vandamálið væri til staðar en ég áttaði mig ekki á því hversu slæmt það var orðið.

Núna eru rúmir 3 mánuðir liðnir, ég er 16 kílóum léttari, eða 73 kíló
Mér er ekki alltaf illt í maganum, ég er hætt að hugsa um mat allann daginn, þarf meiraðsegja að passa mig að muna eftir að borða stundum.
Þar sem ég er ekki nema tæpir 160 cm á hæð vonast ég til þess að komast í 65 kíló einn daginn
En eins og Binni segir oft; þetta er ekki spretthlaup, heldur maraþon.

Gaman að bæta við að Binni er líka búinn að missa 24 kg.


Þetta blogg verður hér fyrir ættingja og vini til að fylgjast með árangrinum hjá okkur skötuhjúunum , hver veit nema ég hendi einni eða tveim hollum uppskriftum inn fyrir áhugasama .


Ég vil líka þakka fyrir stuðninginn og kveðjurnar sem við höfum fengið, það er aldrei verra að fá klapp á bakið :)

No comments:

Post a Comment