Tuesday, October 28, 2014

Fun facts

Tók nokkrar skemmtilegar staðreyndir saman um þyngartap. Tek það fram að þetta er allt fundið á internetinu.. þannig að þetta hlýtur að vera satt!



*  Ef þú stillir hitastigið í húsinu þínu aðeins kaldara en það sem þér þykir þægilegt, þarf líkaminn að    vinna meira til að halda á sér hita, og brennur fleiri kaloríum í leiðinni. Sama gildir um kaldari            sturtu!

*  Hristiru lappirnar á þér þegar þú situr? Það brennir nokkrum auka kaloríum

*  Það segir sig sjálft að það er alltaf góð brennsla að taka stigann í stað lyftunnar. En ef þú tekur 2         þrep í einu þá brenniru meira við það

*  Ef þú sendir stanslaust sms eða ert stanslaust að hamast á tökkunum á símanum í klukkutíma,             brenniru 132 kaloríum. Góðar fréttir fyrir símaóða ;)

*  Ef þú borðar standandi, brennuru meira á meðan þú borðar

*  Að hlægja stanslaust í 15 mínútur brennur 50 kaloríum

*  Ef þú eyðir 30 mínútum í að endurraða húsgögnum brennuru 266 kaloríum. Góðar fréttir fyrir Binna, sem endurraðar öllu helst á nokkurra vikna fresti ;)

*  Kryddaður matur getur aukið brennslu

*  Því lengri tíma sem þú eyðir í að tyggja hvern munnbita því meira brenniru í leiðinni


VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)



No comments:

Post a Comment