Monday, October 13, 2014

Sítrónuvatn


Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort það virki að drekka reglulega sítrónuvatn. Ég hef heyrt marga tala um að þetta sé allra meina bót, þannig að ég ákvað að prufa þetta.
Sítrónan er meinholl, stútfull af C-vítamíni og mörgu öðru.. Ég tók saman lista yfir það hvað sítrónuvatn getur hjálpað með:


Meltingakerfið: sítrónuvatn hjálpar þér að koma meltingunni af stað.  Einnig getur glas með sítrónuvatni á morgnana minnkað brjóstsviða og magaþembu.


C-vítamín hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið og verja þig gegn kvefi

Rík af andoxunarefnum sem hjálpa þér að viðhalda fallegri húð

Hjálpar til með vatnslosun og er einstaklega góð fyrir fólk sem fær reglulega bjúg, ásamt því að hjálpa þér að hreinsa út eiturefnin úr líkamanum.

Basískur líkami: sumir vilja meina að með því að gera líkamann basískann, áttu auðveldara með að grennast.

Trefjar sem hjálpa til með að segja okkur að við séum orðin södd.
Hvernig væri að sleppa þessum megrunartöflum sem þenja út magann til þess að fá þessa "seðjunar" tilfinningu, og drekka sítrónuvatn í staðinn?

Sítróna inniheldur þar að auki fullt af vítamínum og steinefnum, eins og magnesíum, járni, kalki, B vítamíni og einna helst, C vítamíni.

Ég veit svosem ekki hvort allt á þessum lista sé dagsatt en það verður hver að sjá fyrir sig. Best er að hita vatn og hella út á sítrónurnar, ég læt það kólna þangað til það er volgt og henda svo í sig, á föstum maga. Ætli þetta sé ekki allra meina bót?


No comments:

Post a Comment