Sunday, October 26, 2014

Lauflétt og holl pizza

Ég get ekki hætt að tala um hvað ég elska bókina sem pabbi gaf okkur í jólagjöf í fyrra, brauð og eftirréttabók Kristu, glútein, ger og sykurlausar uppskriftir af allskonar gómsæti sem er bara alls ekki verra en hitt.

Er búin að prufa nokkrar brauðuppskriftir en hef ekki fundið ennþá beint brauð sem mér líkar. Hinsvegar, eins og ég hef sagt áður, bakaði ég flatkökur um daginn sem ég bara ELSKA. Er farin að nota það í allt mögulegt.

Mér finnst oft vera mikill galli með svona uppskriftir að maður verður að kaupa fjöldan allann af dýrum innihaldsefnum, husk og sukrin og hvaðeina, og svo þarf maður kannski ekki nema smá af hverju í hverja uppskrift. Þess vegna er þessi uppskrift svo frábær, því það eru örfá innihaldsefni og kostar mann ekki hálfann handlegg að gera, sérstaklega á meðan maður er að prófa sig áfram!Að þessu sinni prufuðum við að gera pizzu úr þessu, með smá mexíkósku ívafi. YÖMMTASTIC!

Pizza:
4 egg
3/4 dl husk trefjar
125 gr rjómaostur
1/2 tsk salt

Ég mauka þetta saman með töfrasprota og svo bætti ég við sólkjarnafræjum og hörfræjum.
ATH að hafa botninn vel þunnan, svo hann sé ekki blautur í miðjunni.

Ofninn er forbakaður við 160°c í 15 mínútur

Það sem við settum á pizzuna var:
Pizzusósa hrærð saman við smá salsa sósu
Kjúklingur steiktur upp úr salti og góðu paprikukryddi
Maísbaunir
Rauðlaukur

Svo var þessu hent í ofninn í 15 mínúturSvakalega einfalt, létt í maga og rosalega gott!No comments:

Post a Comment