Tuesday, October 21, 2014

klikkaður spínatsmoothie

Spínat er svokalluð ofurfæða. Stútfullt af vítamínum, A vítamíni, C vítamíni og B6, ásamt fullt af steinefnum, magnesíum, járni og kalki og prótíni. Það er ekki TIL nógu góð ástæða til að éta ekki spínat. Ég naut þess í botn í sumar að vera komin með garð og geta ræktað nóg af spínati til að endast mér allt sumarið.

Ég var alltaf búin að ákveða að spínat væri algjör viðbjóður en prufaði það ekki einusinni. Um leið og ég gerði mér búst fattaði ég að þetta er algjör snilld. Alltaf hægt að bæta nokkrum blöðum á salatið, í matreiðsluna og auðvitað smoothie!

Ég var að gera þennan áðan og hann er snilld, sló sjálfri mér alveg við með honum!




ca 1/2 - 1 bolli mangó
1/2 banani
nokkur vínber (ég kaupi fersk og á alltaf í frysti)
ca 1 lúka spínat
slatti af trönuberjasafa, erftt að fá sykurlausann, mæli með þessum á myndinni :)

og svo öllu hent saman í blanda eða hakkað með töfrasprota
Ekki láta litinn á þessu blekkja, hann er fáránlega góður, mögulega besti
smoothie sem ég hef smakkað! :)

Bon appetít

xoxo

No comments:

Post a Comment