Saturday, October 18, 2014

Hveitilausir hamborgarar!


Þessa dagana reynum við að borða engann sykur og ekkert hveiti, aldrei. Sykurinn getur orðið helvíti strembinn að losna við. En auðvitað langar manni að leyfa sér eitthvað um helgar, smá sunnudagssteik eða eitthvað.

Að þessu sinni ákváðum við að gera okkur hamborgara.
Vildi henda inn einni uppskrift af góðu "brauði" sem hentar í ALLT, sama hvort það séu hamborgarar, samlokur eða vefju. Über gott!!


Brauð:
Dugar í 4 stykki

125 gr rjómaostur
4 egg
1/2 dl husk trefjar (ég set rúmlega 1/2)
salt

Svo set ég aukalega smá dass af hörfræjum og sólkjarnafræjum!

Öllu er hent saman í skál og hrært saman. Blandan er látin standa í 15 mínútur.

Svo er deiginu smurt á bökunarpappír. Passið að hafa blönduna ekki of þykka, sérstaklega ef það á að nota þetta í vefjur, þá þarf þetta að vera alveg öööörþunnt.

Hent í ofn við 160°c í 20-25 mín

Ég ætla ekkert að ljúga, þetta er ekki alveg eins og að fá sér sveittann börger, EN þetta er alveg nógu nálægt því að mínu mati.. svo bara steiktar kartöflur með og þá er komin fínasta máltíð.

XOXO

No comments:

Post a Comment